Ríkisstjórnarútvarpið?

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svarar fréttamönnum að loknum ríkisstjórnarfundi . / Ljósmynd: Facebook forsætisráðherra.

Á vef Ríkisútvarpsins birtist síðdegis í gær frétt um umræður á þingi, sem sætti nokkrum tíðindum, það verður bara að segjast.

Þetta var ekki Samstöðin að segja söfnuði sínum frá framgöngu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í borgarstjórn, eða vefur Eflingar að mæra formann sinn í einhverju viðtalinu. Nei, þetta var fréttastofa ríkisútvarpsins að segja frá fyrirspurnatíma á Alþingi. Er raunar vandséð að önnur eins pólitísk frétt hafi nokkru sinni birst á vegum ríkismiðilsins.

Þetta er ekki frétt frá Norður Kóreu eða Rússlandi. Þetta var Ísland í gær.

Er nema von að fólk velti fyrir sér RÚV standi orðið fyrir: Ríkisstjórnarútvarpið?