„Ríkisstjórn Íslands gæti verið á lokametrunum,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi og aldavinur Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og viðskiptafélagi hans í N1 á sínum tíma, þar sem Hermann var forstjóri og Bjarni stjórnarformaður.
Hermann tjáir sig stundum um þjóðmál og viðskipti, þannig að eftir er tekið. Hann segir í færslu á fésbókinni að stjórnin muni þó ekki falla vegna hvalveiða.
„Slík stjórnarslit væru vegna lögbrota ráðherra, orkuskorts og linnulauss innstreymis erlendra borgara. Stórum hópi Íslendinga finnst alltof mikil lausatök vera á mörgum málaflokkum og tíminn til að bregðast við í mörgum málum sé ekki endalaus,“ segir hann.
Og Hermann segir að lokum:
„Við Íslendingar eigum skilið að landinu sé stjórnað af festu, samkvæmt lögum og af metnaði.“