Ríkisútvarpið lítur á sig í reynd sem dótturfélag Samfylkingarinnar og VG

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og borgarstjóri er ritstjóri Morgunblaðsins.

„Slá­andi hef­ur verið að horfa upp á hversu val­kvætt siðferðismat Rík­is­út­varps­ins hef­ur reynst þegar hneykslis­mál koma upp. Og hvernig það ræður úr­slit­um hvar póli­tíski merkimiðinn ligg­ur.“

Þannig hefst leiðari Morgunblaðsins í dag, þar sem skotið er föstum skotum að Ríkisútvarpinu.

„Rík­is­út­varpið lít­ur á sig í reynd sem dótt­ur­fé­lag Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna (eða öf­ugt) og hef­ur lengi gert svo frá­leitt sem það er. Fram­ganga þess­ar­ar „ör­ygg­is­stofn­un­ar þjóðar­inn­ar“ þegar reynt var að bylta land­inu með valdi í kjöl­far banka­falls­ins hef­ur aldrei verið rann­sökuð þótt sjálfsagt væri. Allt var það langt hand­an við öll siðferðismörk svo ekki sé talað um það sem hand­fast­ara er, þau lög sem um þessa stofn­un gilda og eru tal­in rétt­læta til­veru henn­ar og þá mörgu millj­arða sem eru snýtt úr nös­um al­menn­ings til að halda bákn­inu uppi.

Mark­miðið var þá að koma Sam­fylk­ingu og Vinstri grænn­um til valda og stuðla að of­sókn­um gagn­vart þeim sem þóttu standa í vegi þess. Eft­ir að slík stjórn var mynduð breytt­ist þessi ör­ygg­is­stofn­un í feimn­is­lausa áróðurs­deild fyr­ir þá rík­is­stjórn. Fræg­ast var það í bar­átt­unni um Ices­a­ve þar sem Rík­is­út­varpið dældi ein­hæf­um hræðslu­áróðri yfir þjóðina um þá bölv­un sem myndi hljót­ast af léti þjóðin ekki plata sig og pína til að samþykkja Ices­a­ve-hneykslið. Þessi sam­stæða, „RÚV“, SF og VG var þó ræki­lega rasskellt í þjóðar­at­kvæði fyr­ir sví­v­irðilega fram­komu sína.

„RÚV“ hef­ur aldrei tekið á þess­ari mis­notk­un og ekki hef­ur vottað fyr­ir því að „stofn­un­in“ kunni að skamm­ast sín vegna henn­ar. Í sein­ustu lotu hneykslis­mála kemst Rík­is­út­varpið að sömu niður­stöðu og síamstvíbur­inn, Sam­fylk­ing­in: Vemmi­legt og viður­styggi­legt fjas ölvaðra er verra mál en fjasið í verki!

Rík­is­út­varp­inu þykir ekk­ert að því að „dótt­ur­fé­lag þess“ SF hafi stofnað sér­staka þögg­un­ar­deild til að koma í veg fyr­ir að kyn­ferðis­brota­mál flokks­manna sem „kærð eru þangað“ kom­ist upp. Þau skuli flokkuð sem rík­is­leynd­ar­mál.“ segir í leiðara Morgunblaðsins.