RÚV einkafirma pólitískra aktívista? Hver ber ábyrgð á þessu kompaníi?

Brynjar Níelsson fv alþingismaður.

„Ég er kominn á þá skoðun að menn sem geta boðið almenningi upp á skemmtiþátt vikulega á RÚV með svo gott sömu gestunum og sömu bröndurunum samfleytt í heilan áratug hljóti að vera snillingar. Og þeir eru ekki síðri snillingar sem geta rekið fréttastofu almannaútvarpsins eins og einkafirma pólitískra aktivista sem er í því að sannfæra almenning um að Hamas sé í frelsisbaráttu og þess á milli að grafa undan mikilvægustu atvinnugreinum þjóðarinnar og réttarríkinu þegar mikið liggur við til að réttlæta brot þeirra með réttu skoðunina.“

Þannig kemst Brynjar Níelsson, fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að orði í færslu á fésbókinni, þar sem hann vandar almannafjölmiðlinum ekki kveðjurnar og telur hann reka bullandi dagskrá á mörgum sviðum.

„Hver ber ábyrgð á þessu kompaníi sem fær á sjöunda milljarð frá skattgreiðendum á hverju ári, raskar öllum eðlilegum fjölmiðlamarkaði og fer bara að lögum þegar því sýnist? Eru stjórnmálamenn alveg sofandi og ábyrgðarlausir? Held að það myndi heyrast hljóð úr horni í öðrum ríkjum ef ríkismiðill hegðaði sér svona,“ bætir Brynjar við.