Sá hlær best…

Kallinn á kassanum dáist að þrautseigjunni í Vilhjálmi Birgissyni, verkalýðsfrömuði á Akranesi.

Villi hefur rifið skósíðan kjaft í verkalýðshreyfingunni undanfarin ár, talað gegn verðtryggingu og verið forystu Alþýðusambandsins óþægur ljár í þúfu.

Raunar er það svo, að innan ASÍ í stjórnartíð Gylfa Arnbjörnssonar hefur Vilhjálmur verið það sem kallað er persona non grata.

En nú eru breyttir tímar og Villi orðinn sterki maðurinn í íslenskri verkalýðspólitík. Hann segir sjálfur að hingað til hefði honum ekki verið treyst til að sitja í klósettnefnd innan ASÍ, en nú er hann orðinn fyrsti varaforseti sambandsins eftir glæsilega kosningu og ekki lengur utangarðsmaður í verkalýðshreyfingunni.

Já, sá hlær best sem síðast hlær…