Samsæriskenning dagsins: Bára í dulargervi

Karen Kjartansdóttir ráðgjafi.

Tíðindi dagsins í stjórnmálunum eru vitaskuld innkoma þingmannanna Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar í Miðflokkinn.

Þar með er Miðflokkurinn orðinn þriðji stærsti þingflokkurinn á Alþingi og stærstur stjórnarandstöðuþingflokka og ætlar að fara fram á að skipað verði að nýju í nefndir og ráð á vegum þingsins í samræmi við breytt valdahlutföll.

Svo sem frægt er, var mögulegur flutningur þeirra tvímenninga einmitt til umræðu í hinu alræmda Klausturssamsæti og nú er verknaðurinn fullframinn, sérstaklega ef Inga Sæland, formaður Flokks fólksins er spurð.

En samsæriskenningu dagsins á óneitanlega Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.