Sigmundur Davíð segir útspil Bjarna þýða kosningar eða breytingu á stefnu og framkvæmd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fv. forsætisráðherra, segir að ummæli Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra í gærkvöldi um hælisleitendur og tjaldborg mótmælenda vegna Palestínu á Austurvelli séu „mjög áhugaverð“ og þau geti haft tvenns konar afleiðingar.

Hann hafnar þó fullyrðingu Bjarna um að þingið hafi brugðist.

„Ríkisstjórnin hefur brugðist. Á þingi er einn flokkur sem hefur sleitulaust reynt að koma ríkisstjórninni á réttan kjöl í málinu. Hún hefur hins vegar sleitulaust fylgt annarri stefnu og skapað langmesta stjórnleysi Norðurlanda (og þótt víðar væri leitað) á þessu sviði.

Skrifin geta þýtt annað af tvennu:

1. Flokkurinn sem hefur farið með málaflokkinn í 10 ár ætlar að breyta um stefnu og framkvæmd.

2. Það eru að koma kosningar.“