Sigmundur Davíð við sjálfstæðismenn: „Er eitthvað fleira sem við getum gert fyrir ykkur?“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fv. forsætisráðherra, virðist í góðum gír þessa dagana, þar sem hann heldur borgaralegum öflum við efnið og minnir framsóknarfólk og sjálfstæðismenn á grunngildi flokka þeirra og stefnu gegnum tíðina.

Í miðopnugrein í Morgunblaðinu nú um verslunarmannahelgina hendir Sigmundur Davíð gaman að tilraunum forystu Sjálfstæðisflokksins til að kveða niður óánægjuraddir í flokknum. Bendir hann á að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi viljað ná fram smá­vægi­leg­um bót­um á út­lend­inga­stefnu flokks­ins en verið lít­il­lækkaður með því að kosið var aft­ur til að staðfesta „stefnu sem var enn Sam­fylk­ing­ar­legri en stefna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar? Rök­stutt með því að ann­ars liti flokk­ur­inn illa út (ekki nógu Sam­fylk­ing­ar­lega?).“

Svo skrifar hann:

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur í þessu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi leitt mestu út­gjalda­aukn­ingu rík­is­sjóðs frá land­námi, skatt­ar og gjöld hafa hækkað, verðbólga (og fyr­ir vikið vext­ir) hef­ur snar­hækkað, út­lend­inga­mál eru í tómu tjóni (sjá magnaða grein Sig­ríðar Á. And­er­sen um það), Nýja Fram­sókn hef­ur fengið að leika laus­um hala og hver ein­asta dellu­kenn­ing VG hef­ur verið rek­in áfram af hörku af hálfu Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Grein­ing­inÍ sál­fræði kall­ast þetta víst Stokk­hólms­heil­kennið. Ég er þó ekki nógu vel að mér í fag­inu til að vita hvort hug­takið á við þegar „gísl­arn­ir“ af­saka ekki aðeins fram­ferði yf­ir­boðaranna held­ur reyna að eigna sér stefnu þeirra (eins og ít­rekað hef­ur gerst). Eða þegar þeir taka að sér að bjarga stefnu and­stæðinga sem þeir ættu að vera al­gjör­lega óháðir. Hér má aug­ljós­lega vísa í borg­ar­lín­una svo kölluðu. Aðal­kosn­ingalof­orð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í hálf-gjaldþrota Reykja­vík í tvenn­um kosn­ing­um. Lof­orð sem þing­flokk­ur sjálf­stæðismanna tók að sér að fjár­magna með óút­fylltri ávís­un og ein­hverj­um verðmæt­ustu eign­um rík­is­ins.

Hvað kall­ast það svo þegar þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa mest­ar áhyggj­ur af þeim sem minna þá á eig­in stefnu en leggja þess í stað áherslu á mik­il­vægi þess að laga sig að stefnu VG (og Nýju Fram­sókn­ar)? Þing­flokk­ur sem er bú­inn að laga sig svo vel að umbúðamennsku sam­tím­ans að hann er far­inn að út­skýra að meðvirkni sé í raun dyggð.“

Loks segir Sigmundur Davíð:

„Við höf­um bent á aðrar leiðir og þegið skamm­ir fyr­ir. Við höf­um grát­beðið Sjálf­stæðis­flokk­inn um að fara ekki gegn öllu því besta í stefnu sinni og fengið óblíðar mót­tök­ur vegna full­kom­inn­ar fylgispekt­ar hans við VG. Við höf­um varað við ótal mis­tök­um og bent á aðrar leiðir. Nú síðast björguðum við flokkn­um, í bili, frá því að samþykkja aukna eft­ir­gjöf full­veld­is, lofts­lags­skatta til að draga úr sam­göng­um við landið og áform­um um að setja alla lands­menn á nám­skeið til að kenna þeim Vinstri grænt hug­ar­far og tján­ingu.

Er eitt­hvað fleira sem við get­um gert fyr­ir ykk­ur? Eða líður ykk­ur best í faðmi þeirra sem fyr­ir­líta gömlu grunn­stefn­una ykk­ar og þeirra sem segj­ast „bíða átekta“?“