Skammist ykkar þingmenn VG, Viðreisnar og Samfylkingar

Þungt hljóð er í Einari S. Hálfdánarsyni hæstaréttarlögmanni sem skrifar grein í Morgunblaðið í dag og varar sem fyrr við því að Íslendingar séu að missa tök á málum hælisleitenda. Segir hann ástandið miklu verra en hann hafi talið; útlendir glæpamenn, Sómalar, Palestínumenn og Albanar, séu farnir að hóta lögreglumönnum lífláti og fjölskyldum þeirra.

„Af hverju leitar lögreglan til mín, en ekki þingmanna sinna? Skammist ykkar, þingmenn VG, Viðreisnar og Samfylkingar. Skammist ykkar gagnvart fjölskyldum lögreglumannanna,“ segir hann.

Einar spyr hvers vegna fréttir birtist ekki í fjölmiðlum um landtöku erlendra glæpagengja. „Hvað er að íslenskum blaðamönnum?“ spyr hann. „Hvað amar að ykkur? Hafið þið alls enga siðferðiskennd?“