Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur birt opið bréf til Björgólfs Jóhannssonr, starfandi forstjóra Samherja, á fésbókarsíðu sinni þar sem hann gerir lítið úr opnu bréfi Björgólfs til starfsmanna Samherja, sem hann sendi frá sér á dögunum.
Kristinn segir í færslu sinni að það sé rangt, að Jóhannes Stefánsson hafi ekki afhent WikiLeaks nema hluta af tölvupóstum sínum úr vinnutölvu sem hann hafði.
„Þetta er rangt. WikiLeaks hefur fleiri pósta en þá sem þegar eru birtir en megináhersla var lögð á að birta strax þau gögn sem lágu til grundvallar greiningarvinnu þeirra blaðamanna, íslenskra og erlendra, sem unnið hafa fréttir á grunni gagnanna mánuðum saman.
Þá strax var gefið út að WikiLeaks ætti eftir að birta fleiri gögn.
Ég tók einnig þá ákvörðun að láta sigta út úr tölvupóstum og gögnum það sem ég taldi óþarfi að birta þar sem fjallað var meðal annars um nokkuð persónuleg mál núverandi og fyrrverandi starfsmanna Samherja, upplýsingar eins og launagreiðslur, atvinnuleyfi með ítarupplýsingum, skönnuð vegabréf og fleira í þeim dúr. Hugmyndin að þessu var tillitssemi við almenna starfsmenn fyrirtækisins sem ég er viss um að eru upp til hópa sómafólk. Í þeim gögnum sem enn eru óbirt eru einnig upplýsingar um rekstrarþætti sem teljast ekki óeðlilegir svo sem viðskipti við birgja, söluaðila ogsvfrv,“ segir Kristinn ennfremur.
Hann býður svo Björgólfi og Samherja að láta Wikileaks í té alla þá pósta sem stafa frá og til vinnunetfangs Jóhannesar. Með því megi bera saman gögnin og bæta svo þeim gögnum inn sem kunna að vanta í gagnagrunn Fishrot Files (Samherjaskjölin) þar sem þau verða þá greinanleg í leitarvél.
Kristinn svarar aukinheldur ásökunum Samherja um að það vanti stór tímabil í tölvupósta Jóhannesar. „Það er alveg mögulegt að einhverjir póstar hafi ekki hlaðist niður við uppfærslu af móðurtölvu Samherja á sínum tíma,“ segir hann.
Ritstýring allt í einu komin til sögunnar
Óhætt er að segja að yfirlýsing Kristins komi mörgum á óvart, enda stenst hún því miður alls ekki. Í sumum tilfellum er hún beinlínis hlaðin rangfærslum, en í öðru tilliti einkennist hún af skinhelgi.
Rétt er í þessu sambandi að hafa í huga lýsingu Wikileaks undir flipanum “About us” á heimasíðu þeirra. “Although no organization can hope to have a perfect record forever, thus far WikiLeaks has a perfect in document authentication and resistance to all censorship attempts.”

Það er semsé ekki hefð fyrir hjá Wikileaks að ritstýra gögnum eða ritskoða þau. Þvert á móti hafa samtökin hingað til gefið það út að gögn tali sínu máli. Þau voru til að mynda gagnrýnd harðlega þegar þau birtu lekagögn frá bandaríska demókrataflokknum í tengslum við forsetakosningar þar í landi, að birta allskyns efni sem vandséð var að kæmi almenningi á nokkurn hátt við. Það er heldur varla hlutverk Samherja að vinna vinnuna fyrir Wikileaks eða aðra sem, af annarlegum og/eða ókunnum hvötum, vilja búa til fréttir og ásakanir á hendur fyrirtækinu.
Kristinn heldur því fram að blaðamenn og Wikileaks hafi eytt mörgum mánuðum í að ritrýna efnið með hagsmuni einstaka starfsmanna og annarra óviðkomandi að leiðarljósi. Fer það í fyrsta lagi illa saman við kynningarorð Wikileaks í að verjast gegn hvers konar ritstýringu. Einnig er merkilegt að í þessari margra mánaða vinnu hafi blaðamennirnir og Kristinn ekki gert sér grein fyrir umfangi og eðli þeirra gagna sem vantar né heldur þeim gögnum sem, þvert á orð Kristins nú, eru á Wikileaks.
Hvað þetta varðar er viðeigandi að halda tvennu til haga úr bréfi Kristins.
Wikileaks hefur fleiri pósta en þeir hafa birt
Ef svo er rétt, af hverju ekki að birta öll samskipti Jóhannesar við “hákarlana”? Lágu þau kannski ekki til grundvallar greiningarvinnu blaðamannanna sem unnu mánuðum saman? Hvernig geta þau ekki skipt máli? Af hverju vantar nánast allt árið 2015 inn á? Af hverju eru ekki samskipti Jóhannesar við lögmann Samherja þar sem beðið er t.d. um leigusamninga inn á Wikileaks?
Sú skýring er gefin fyrir því að allt árið 2015 vanti að mögulega hafi “einhverjir póstar ekki hlaðist niður við uppfærslu af móðurtölvu Samherja á sínum tíma.” Um er að ræða allt árið 2015. Þá vantar meiri hluta tölvupósta árin 2014 og 2016, þ.m.t. pósta sem ganga þvert á útskýringar Jóhannesar. Þessi skýring Kristins heldur varla, enda hefur Viljinn þegar séð tölvupósta frá umræddu tímabili sem sannarlega varða starfsemina í Namibíu og eru ekki persónulegs eðlis.

Persónulegs eðlis?
En hvað um þessi ummæli Kristins: „Wikileaks tók ákvörðun um að sigta út úr tölvupóstunum óþarfa gögn eins og persónuleg mál, upplýsingar um launagreiðslur, atvinnuleyfi, skönnuð vegabréf. Einnig var ákveðið að taka út upplýsingar um birgja og kaupendur sem snertu ekki ásakanirnar.“
Þau standast því miður heldur ekki, því ótalmörg dæmi eru um hið gagnstæða í Wikileaks-skjölunum og því óþarfi að hafa um þau mörg orð.
- CV frá Peet Horn: https://wikileaks.org/fishrot/database/docs/8bb6873e834870c73d2a6b738e4df93b_fishrot_fish_archive_doc
- Skannað vegabréf: https://wikileaks.org/fishrot/database/docs/78e1f9198c8ec4fdae772f8c8164e1e2_fishrot_fish_archive_doc
- Öryggisvottorð skips: https://wikileaks.org/fishrot/database/docs/926a340b982f2a538cdc5d533845554f_fishrot_fish_archive_doc
- Upplýsingar um menntun namibísks einstaklings: https://wikileaks.org/fishrot/database/docs/bbcd6f92f3301f913c32bb99de31342d_fishrot_fish_archive_doc
- Ökuskírteini namibísks einstaklings: https://wikileaks.org/fishrot/database/docs/ee2832e77f9813666af68ce5d11e9d40_fishrot_fish_archive_doc
- Reikningur frá rafvirkja: https://wikileaks.org/fishrot/database/docs/f416c353ae45ecafee2b52541e64d1f9_fishrot_fish_archive_doc
- Reikningur frá fiskkaupanda: https://wikileaks.org/fishrot/database/docs/2ecef567909a66261a2e112fba3e7e7a_fishrot_fish_archive_doc
- olíureikningur: https://wikileaks.org/fishrot/database/docs/4a1740741a2a833131b53227eb311449_fishrot_fish_archive_doc
- Kynning frá fyrirtækinu Simrad: https://wikileaks.org/fishrot/database/docs/a9a616576e66a7aa8cf601c5558f2b25_fishrot_fish_archive_doc
- Tilboð á gaffallyftara frá fyrirtæki í Namibíu: https://wikileaks.org/fishrot/database/docs/db2ad58cf2ddc6ecbb4052041f7f7b61_fishrot_fish_archive_doc
- Kynning á uppsjávarveiði í sunnanverðri Afríku frá 2015: https://wikileaks.org/fishrot/database/docs/07b169c2ae7be629d1214c4c81e7cf05_fishrot_fish_archive_doc
- Það sem vekur athygli við þessa kynningu er að þar er vísað til þróunar í Angóla sem hófst áður en ætlaður samráðsfundur átti sér stað.
- Annað sem vekur athygli er að samkvæmt kynningunni hefur störfum í greininni fjölgað en ekki fækkað eins og reynt hefur verið að halda fram. Þetta er kynning frá 2015.
- Útreikningur á greiðslum til áhafnarmeðlima: https://wikileaks.org/fishrot/database/docs/827fc7ca0ae98a3ab323560f185649f2_fishrot_fish_archive_doc
- Kynning frá Oceana group: https://wikileaks.org/fishrot/database/docs/810f0a513d4c49fb21647453a45aaecd_fishrot_fish_archive_doc
- Ekki er annað að sjá en hagur þeirra hafi vænkast að öllu leyti sem og starfsmanna þeirra – þvert á það sem RÚV o.fl. hafa haldið fram.
- Samskipti við íslenskan aðila sem hafa ekkert með ásakanirnar að gera: https://wikileaks.org/fishrot/database/docs/37ba36be4a133b7da83310c792d26415_fishrot_email_doc
- Nöfn áhafnarmeðlima, bankareikningar og fjárhæðir: https://wikileaks.org/fishrot/database/docs/d873ebecc519b451573d75224eaff337_fishrot_email_doc