Slökkvilið sem fundar bara og fundar

Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar.

Karlinn á kassanum skrifar:

Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar og fv. ráðherra, er einn margra sem gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir aðgerðaleysi í tengslum við gjaldþrot WOW.

Hann líkir henni við slökkvilið sem fundar bara og fundar, en gerir ekkert til að slökkva eldinn eða bjarga verðmætum.

Þorsteinn segir í færslu á Twitter í dag:

„Ef ríkisstjórnin væri slökkvilið væri viðbragðsáætlun hennar við falli WOW sirka svona:

Tilkynnt var um bruna. Fundað var reglulega um bruna. Bruni var vaktaður vandlega. Húsið brann til grunna. Við vorum viðbúin því að þetta gæti orðið niðurstaðan.“

Varaformaður Viðreisnar hittir hér naglann beint á höfuðið.