Kosningabarátta fer nú fram í Félagi eldri borgara í Reykjavík í fyrsta sinn í manna minnum og bítast þrjú um formannsembættið. Ellert B. Schram, fv. alþingismaður og fráfarandi formaður, gefur ekki kost á sér til endurkjörs.
Uppstillinganefnd FEB lauk nýlega störfum. Nefndinni bárust 16 framboð til stjórnar og 3 framboð til formanns, en 2 þeirra eru jafnframt í kjöri til stjórnar, nái þeir ekki kjöri til formanns.
Athygli vekur, að fjölmargt áhrifafólk innan Sósíalistaflokks Íslands, sækir nú fram til áhrifa í Félagi eldri borgara. Er það í samræmi við mörg önnur félög að undanförnu, þar sem áhrifafólk innan Sósíalista freistar þess að ná forystu í fleiri frjálsum félagasamtökum. Nægir þar að nefna Eflingu, Neytendasamtökin og Samtök leigjenda.
Tillaga nefndarinnar er, að á aðalfundi FEB þann 12 mars 2020 fari fram kosning til stjórnar um öll sem í framboði eru.
Fyrir í stjórn, kosnir 2019 til tveggja ára.
Ólafur Örn Ingólfsson
Róbert Bender
Í framboð til formanns:
Haukur Arnþórsson
Ingibjörg H. Sverrisdóttir
Borgþór Kjærnested
Í framboði til stjórnar:
Steinþór Ólafsson
Sverrir Örn Kaaber
Viðar Eggertsson
Borgþór Kjærnested
Finnur Birgisson
Geir A Guðsteinsson
Gísli Baldvinsson
Haukur Arnþórsson
Ingibjörg Óskarsdóttir
Jón Kristinn Cortes
Kári Jónasson
María Kristjánsdóttir
Sigrún Unnsteinsdóttir
Sigurbjörg Gísladóttir
Sigurður H. Einarsson
Steinar Harðarson
Athygli Viljans var vakin á því í dag, að fimm af þessum kandídötum hafi verið áberandi í félagsstarfi Sósíalista að undanförnu. Þau eru þau dr. Haukur Arnþórsson sem er í aðalstjórn flokksins, María Kristjánsdóttir leiklistargagnrýnandi, Sigrún Unnsteinsdóttir sem er í varastjórn flokksins, Jón K. Cortes sem situr í félagsstjórn og Sigurður H. Einarsson sem á sæti í verkalýðsráði Sósíalistaflokksins.