Sóttvarnaráð Íslands –– hver er tilgangurinn?

Dr. Vilhjálmur Ari Arason.

Vilhjálmur Ari Arason læknir, sem setið hefur verið fyrir hönd Læknafélags Íslands í Sóttvarnaráði Íslands, kveðst hafa óskað eftir því í vor að vera ekki skipaður til fjögurra ára í viðbót, þar eð stjórnvöld hafi algjörlega sniðgangið ráðið þegar þörfin var mest í miðjum heimsfaraldri.

Í færslu á fésbókinni segir Vilhjálmur:

„Afar illa hefur verið staðið að samráði við Sóttvarnaráð Íslands í heimsfaraldri Covid19 sl. eitt og hálft ár. Fagráð sem samkvæmt íslenskum sóttvarnalögum er skipað fulltrúum heilbrigðisstétta sem eiga að vera heilbrigðisráðherra til ráðgjafar um mótun helstu sóttvarnastefnu Íslands og sem hann skipar með skipunarbréfi hverjum og einum til 4 ára í senn. Lögin voru endurskoðuð og samþykkt á alþingi sl. vor hvað hlutverk ráðsins varðar og þótt heildarendurskoðun á lögunum sé nú fyrirhuguð.

Aldrei hefur verið leitað með erindi í ráðið frá æðstu stjórnvöldum varðandi sóttvarnaaðgerðir gegn Covid19 og aðeins örfáir stuttir fundir haldir af frumkvæði ráðsins sjálfs og sóttvarnalæknis sem á sæti í ráðinu og er ritari þess. Síðasti fundur fyrir sumarið var haldinn í febrúar sl. Erindum sem jafnvel var beint til ráðherra frá formanni ráðsins var ekki svarað. Eftir áramót setti heilbrigðisráðherra hins vegar á fót nefnd, einskonar “leyninefnd”, um endurskoðun sóttvarnalaga og nýtt hlutverk ráðsins, án vitneskju flestra í Sóttvarnaráði. Meðal annars hugmyndir um setja ráðið beint undir sóttvarnalækni. Eftir fundi í Velferðarnefnd fyrir síðustu umræðu um nýja frumvarpið snemma í vor, mætti formaður Lækafélags Íslands (LÍ), formaður ráðsins og undirritaður nefndarmaður, fulltrúi LÍ í ráðinu, á fund Velferðanefndar. Fulltrúar LÍ töldu ráðið áfram mikilvægt sem þverfaglegt ráð í heildarmótun sóttvarna Íslands, sérstaklega til að koma sjónarmiðum heilbrigðisstarfsfólks að í umræðunni um stefnumótun hverju sinni, ekki síst í heimsfaraldri Covid19. Hlutverki ráðsins skildi því ekki breytt að svo stöddu. Þyngst réð sýn og reynsla gagnvart almennri lýðheilsu og m.t.t. aðgengi að þjónustu og forgangi helstu átaksverkefna í heilbrigðiskerfinu.

Fyrir Covid19- heimsfaraldurinn 2020 hefur gjarnan verið leitað með mukilvæg sóttvarnamál til ráðsins, í mótun stærstu átaksverkefna stjórnvalda í sóttvörnum öll þau ráðið hefur starfað. Ákvarðanir um nýjar bólusetningar, sóttvarnir gegn smiti sýklalyfjaónæmra baktería, átaki í lyfjameðerðar gegn lifrarbólgu og vörnum gegn kynsjúkdómum svo dæmi séu nefnd. Þegar síðan heimsfaraldur nýrrar óþekktrar veiru byrjar að dreifast um heimsbyggðina er eins og ráðið sé sett af! Til ráðlegginga um hugsanlega bestu og skynsamlegustu aðgerðir á hverjum tíma. Aðeins nokkrir fundnir haldir með sóttvarnalækni eins og áður segir og þá fyrst og fremst kynnti stöðuna og ákvarðir stjórnvada sem þegar höfu verið teknar. Um val bóluefna og forgangsröðun í bólusetningar sem og opnun landamæra í vor sem aldrei voru ræddar í ráðinu.

Um tíma sl. sumar þegar verulega var farið að þrengja að almennri heilbrigðisþjónustu mátti heldur ekki ræða hugsanlega afléttingu aðgerða í heilbrigðiskerfinu til að bæta aðra nauðsynlega þjónustu. Ekki heldur einstakar aðgerðir stofnana utan LSH og sértækar smitvarnir í dreifðari og viðkvæmari byggðum landsins, jafnvel þegar smit voru á hraðri uppleið. Aðeins þríeykið, ráðherra og ríkisstjórnin skyldu ráða för.

Mikið hefur samt verið rætt um samráð hjá stjórnvöldum undir slagorðunum – “gerum þetta saman”. Öryggisráð ríkisstjórnarinnar setti einnig á fót sérskipaða Covid-öryggisnefnd til að koma í veg fyrir falsfréttaflutning í fjölmiðlum landsins, skipaða eingöngu af fulltrúum fjölmiðla, en ekki af neinum fagaðila úr heilbrigðisstétt. Slíkum fagaðilum hefur jafnframt verið meinaður allur aðgangur að fjölmiðlafundum þríeykisins, sennilega með það að markmiði að skapa ekki upplýsingaóreiðu. Sóttvörnum skyldi eingöngu stjórnað af æðstu stjórnvöldum með stuðningi Landlæknisembættisins og sem sóttvarnalæknir starfar undir.

Stjórnmálaflokkar ættu að skoða rækilega þessi vinnubrögð og tilburði til þöggunar fagfólks og lögmæti þeirra. Sér í lagi þegar æðsta ráð sóttvarna í landinu samkvæmt landslögum er sniðgengið að mestu í alvarlegasta smitfaraldri aldarinnar. Vel má vera að framan af hafi gengið vel að halda Covid19 faraldrinum niðri á Íslandi með öflugru skimunum á landamærum með hjálp Íslenskrar erfðagreiningar í byrjun og síðar með útvegun bólefna til landsins. Forgangsröðunin í bólusetningar hefði samt átt að ræða í Sóttvarnaráði og hugsanlega val á bóluefnum einnig. Eins fyrirhugaða opnun landamæra í vor eftir mikinn þrýsting hagsmunaaðila í ferðaþjónustunni. Eins veikingu í stað styrkingu heilbrigðiskerfisins eins og lofað var í upphafi heimsfaraldursins. Mistök í sóttvörnum Landakots sl. vetur vegna skorts á aðbúnaði og t.d. miklu álagi á BMT LSH og þar sem um helmingur sérfræðinga deildarinnar hefur nú hætt eða þegar sagt upp störfum.

Undirritaður óskaði eftir að vera ekki endurskipaður í Sóttvarnaráð Íslands til næstu 4 ára í vor, eftir 8 ára setu í ráðinu fyrir hönd Læknafélag Íslands. Stjórnvöld hafi í raun algjörlega sniðgengið ráðið þegar þörfin var mest.“