„Braggamálið er dæmi um erfitt mál sem kom upp og var tekið á af auðmýkt og ábyrgð, ekki yfirhylmingu og afneitun. Við umturnuðum öllu stjórnkerfinu í kjölfar braggamálsins og styrktum eftirlit.“
Þetta segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í samtali við Fréttablaðið í dag, en þar kemur fram að framkvæmdir séu hafnar við frágang og innréttingar á funda- og vinnuaðstöðu fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík í náðhúsinu svokallaða sem er viðbygging við braggann sem stendur við Nauthólsvík.
Verður að hrósa borgarfulltrúanum fyrir hugrekkið, því yfirlýsingar hennar gætu ekki verið fjarri sanni. Það var einmitt ekki tekið á braggamálinu af auðmýkt, heldur var fyrst reynt að gera grín að Vigdísi Hauksdóttur borgarfullrúa fyrir að spyrja gagnrýnna spurninga og þvínæst allt gert til að þæfa málið, leyna upplýsingum og drepa málum á dreif.
Og að ekki hafi verið yfirhylming og afneitun er líka eins og hver annar brandari. Tölvupóstum var eytt, gögn finnast ekki og önnur sýna beinlínis áhyggjur embættismanna og eftirlitsaðila af því að kostnaðartölur og fylgiskjöl komist í sviðsljósið.
Píratar í borgarstjórn eru eins langt frá hugsjónum stefnuskrár Pírata eins og hugsast getur. Það mætti hafa í huga þegar Píratar á þingi spyrja gagnrýnna spurningu og halda innblásnar ræður um spillingu í stjórnmálum.
Allir ættu að vita nú orðið, að þeir meina ekkert með þessu. Um leið og þær kæmust í stjórnarmeirihluta yrðu þeir í fylkingarbrjósti þeirra sem ekkert þykjast vita eða sjá.
En það má Dóra Björt eiga að hún er ekki bara hugrökk, heldur og spaugsöm með afbrigðum. Það er eitthvað…