„Þegar maður les saman stjórnmálaályktanir VG og Sjálfstæðisflokksins frá flokksráðsfundum flokkana um helgina, birtist þessi veggur sem Bjarni Benediktsson segir að ekki hafi enn verið keyrt á og stefnir í harðan árekstur.“
Þetta segir Kristinn Karl Brynjarsson, formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, í færslu á fésbókinni.
Hann setur þó ákveðinn fyrirvara um spádóm sinn um harðan árekstur á næstunni.
„Nema auðvitað að veggurinn verði bara færður, eins og manni finnst hafa gerst æði oft undanfarin misseri.“