Steingrímur J. bað Guðfríði Lilju að segjast heldur vilja sinna börnunum betur

Björn Bjarnason fv. ráðherra vekur athygli á nýútkominni bók Péturs Hrafns Árnasonar (Þórarinssonar) sagnfræðings um sögu Vinstri hreyfingarinnar –– græns framboðs á fyrstu tuttugu starfsárum flokksins 1999-2019 á vefsíðu sinni.

Í bók­inni Hreyf­ing rauð og græn – saga VG 1999 til 2019 er sögð saga hreyf­ing­ar „sem umbreytt­ist frá því að vera lít­ill, áber­andi and­ófs­flokk­ur í að verða sá næst­stærsti á Alþingi og leiðandi í rík­is­stjórn,“ svo vitnað sé til kynningar á vefsíðu flokksins. Í bókinni er m.a. leitast við að segja frá hatrömmum innanflokkserjum í tíð vinstri stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar á árunum eftir hrun, þegar formaðurinn Steingrímur J. er fjármálaráðherra.

„Á fundi 13. apríl [2011] var, sam­kvæmt til­lögu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ákveðið að fá vinnustaðasál­fræðing til að aðstoða hóp­inn [þing­flokk VG] við að bæta and­rúms­loftið. En því var „tekið mis­vel í þing­flokkn­um og óttaðist ég að viðkom­andi hafi sjálf­ur þurft að leita sér aðstoðar eft­ir að hafa kynnst þing­flokki VG,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir við bók­ar­höf­und í maí 2018 (s. 232). Og enn hafði formaður VG þessi orð um ástandið: „Þetta líkt­ist einna helst langri spennu­senu úr Indi­ana Jo­nes-mynd þar sem einn rúllandi steinn­inn á eft­ir öðrum sótti að manni“.

Rifjað er aukinheldur upp brotthvarf þingflokksformannsins Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur sem var gerð áhrifalaus meðan hún var í fæðingarorlofi:

Stein­grím­ur J. sagði henni við kom­una úr or­lofinu í apríl 2011 að Árni Þór gæti ekki hugsað sér að víkja úr for­manns­stóln­um en hún ætti að segja út á við að hún vildi held­ur sinna börn­un­um bet­ur! Um þetta seg­ir bók­ar­höf­und­ur: „Þessi gjörn­ing­ur [að fella Guðfríði] vakti mik­il viðbrögð bæði inn­an flokks og í sam­fé­lag­inu og fannst mörg­um súrt að kyngja því að flokk­ur sem kenndi sig við kven­frelsi skyldi ekki hafa í heiðri anda fæðing­ar­or­lofslag­anna.“ (S. 231.)

Þess er svo auðvitað þetta að bæta, að sami Steingrímur J. er nú forseti Alþingis og lýsir brúnaþungur reglulega áhyggjum sínum af kvenfrelsisbaráttunni og jafnréttismálum almennt…