Könnun sem Félagsvísindastofnun Háskólans hefur unnið um vinnustaðamenningu á Alþingi vekur athygli sem von er.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, segir nauðsynlegt að laga það sem aflaga hefur farið.
„Undir því verki verða allir að leggja hönd á plóg, jafnt þingmenn sem starfsmenn, þingflokkar, fastanefndir og aðrir sem geta lagt sitt lið með það að markmið að bæta starfsumhverfi og vinnustaðamenningu á Alþingi og á skrifstofu þess,“ segir hann.
Þetta er maðurinn sem kallaði Davíð Oddsson „gungu“ og „druslu“ fyrir að vilja ekki eiga við hann orðastað um fjölmiðlafrumvarpið í þingsal árið 2004.
Guðbjörn Guðbjörnsson tollari og stjórnsýslufræðingur rifjar af þessu tilefni upp gamalt atvik úr þingsal á fésbókinni og spyr:
Var það ekki Vigdís Hauksdóttir sem sagði að „fólk ætti ekki að kasta gleri úr steinhúsi“ eða eitthvað álíka.