Steingrímur Joð er miður sín yfir pólitískum réttarhöldum

Það var átakanlegt að lesa viðtal við Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, á vef Morgunblaðsins, þar sem hann lýsti áhyggjum sínum yfir pólitískum réttarhöldum á Spáni yfir katalónskum sjálfstæðissinnum.

Þingforsetinn sendi í gær for­seta Alþjóðaþing­manna­sam­bands­ins (IPU) og for­seta Evr­ópuráðsþings­ins bréf þar sem hann lýs­ir áhyggj­um af ell­efu og hálfs árs fang­els­is­dómi, sem og löngu gæslu­v­arðhaldi meðan á mála­ferl­um stóð, sem Carme Forca­dell, fyrr­ver­andi for­seti Katalón­íuþings, fékk fyrr í mánuðinum. Ekki síst með hliðsjón af ákvæðum Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

„Ég geri mér að sjálf­sögðu viss­ar von­ir um það að þetta hjálpi til við að ýta á það að þessi mál verði skoðuð á þess­um vett­vangi. Mér finnst það eiga heima þar í báðum til­vik­um,“ segir Steingrímur J. í viðtalinu, augljóslega miður sín.

Þetta er sami maður og stóð fyrir ömurlegum pólitískum réttarhöldum fyrir Landsdómi yfir Geir H. Haarde, fv. forsætisráðherra. Og sami maður og greiddi atkvæði með því að ákæra þrjá aðra íslenska stjórnmálamenn fyrir Landsdóm, þau Árna M. Mathiesen, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björgvin G. Sigurðsson.

Þá sagðist hann gera það hryggur í bragði, en annað væri ekki hægt að gera.

Svona svipað og spænskir stjórnmálamenn segja nú sem réttlætingu fyrir ömurlegum leiðangri sínum.