Stillt upp sem glæpamanni á forsíðu Fréttablaðsins og grét yfir lagi Bubba

„Máttur tónlistarinnar er hreint ótrúlegur. Árið 2014 varð ég fyrir hrottalegustu reynslu lífs mín, og hafði reynt eitt og annað áður; hrun, rannsóknarskýrslu, svik engu lík innan flokks og ömurleg eftirmál þess, þar sem margir af þeim sem ég taldi til góðra vina sáust ekki meir. En þannig er lífið og það jafnar sig,“ segir Björgvin G. Sigurðsson ritstjóri og fv. ráðherra.

„2014 var ég hinvegar rekinn með sérstaklega niðurlægjandi og ruddafengnum hætti úr starfi fyrir það að hafa farið á svig við óskýrar heimildir um fjárútlát. Var stillt upp sem glæpamanni á forsíðu Fbl og gegn mér farið með hamslausum hætti næsta sólarhringinn. 

Áfallinu sem ég upplifiði þegar ég gekk út í búð um morgunin til að kaupa mjólk handa dætrum mínum og sá forsíðuna blasa við get ég ekki fært i orð, og þjáist sjálfsagt ansi hressilega af því enn án þess að geta úrskýrt það betur. 

En það er ekki málið. Ég er ekki fórnarlamb. Minn gæfu smiður. Lenti með vondu fólki um skeið og spilaði sjálfur illa úr því í þröngum aðstæðum.

Sagan er hinsvegar sú að síðar þetta ár þegar ég vissi ekki enn hvernig kæmist í gegnum þetta tímabil, var frosinn og afar langt niðri dett inní Bónus, þar sem er nýútkominn diskur Bubba og Dimmu. Lagið mitt eina allt mitt líf; Blindsker á listanum. 

Út í bíl. Lagið í botn. Og þvílík hughrif. Rosalegt gítarriffið undir mögnuðu laginu sló mig alveg út. 

Sat út í bíl og hágrét, hamslaust. Hlustaði aftur og aftur á meistaraverkið, og þvilík útrás og tilfiningarlegt gos. 

Held í dag að lagið og flutningur þess hafi hreinlega bjargað lífi mínu og andlegri heilsu,“ segir Björgvin í einlægri færslu á fésbókinni.