Svona á að gera þetta!

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

Staðan í vatnsmálum Vestmannaeyinga hangir á bláþræði eftir að leiðslan úr Landeyjum varð milli skemmdum og hafa Almannavarnir gert ýmiskonar ráðstafanir til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar áður en varanleg lausn verður fundin.

En ástæða er til að hrósa forsvarsmönnum Vinnslustöðvarinnar, Sigurgeiri Brynjari Kristinssyni eða Binna í Eyjum, eins og flestir kalla hann, og samstarfsmanna, sem hafa nú á mettíma fest kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn og þannig er hægt með frumkvæði einkaframtaksins í Eyjum að forða bæjarfélaginu frá vatnsskorti.

Búnaður í hverjum gámi afkastar um 600 tonnum á sólarhring eða alls um 1.800 tonnum ef allar gámar væru virkjaðir samtímis. Full afköst svara með öðrum til þess að fullnægja mestallri vatnsþörf heimila og fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Dælurnar í gámunum eru rafdrifnar, nota tiltölulega lítinn straum og teljast því ekki dýrar í rekstri. 

Um er að ræða þrjú hundruð milljóna króna fjárfestingu; einn gám þarf Vinnslustöðin sjálf og hún hefur nú boðið Vestmannaeyjabæ annan gám og Ísfélaginu þann þriðja.

Svona eiga sýslumenn að vera!