Það er stjórnarkreppa í landinu og kosið fyrir vorið

Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, og Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, voru gestir Gísla Freys Valdórssonar í jólaþætti Þjóðmála, þar sem stjórnmálaástandið kom til umræðu.

Andrés segir stjórnarkreppu ríkja í landinu þar sem ríkisstjórnin hafi ekki burði til að koma nauðsynlegum málum áfram. Björn Ingi segist standa við þann spádóm sinn að ríkisstjórnin muni falla á nýju ári og fyrir vorið.

Ennfremur var rætt um hrókeringar Bjarna Benediktssonar í utanríkisþjónustunni, þar sem Svanhildur Hólm Valsdóttir var gerð að sendiherra í Washington og Guðmundur Árnason sendiherra í Róm, en bæði hafa verið nánir samstarfsmenn utanríkisráðherrans um árabil.

Hægt er að hlýða á jólaþátt Þjóðmála með því að ýta á tengilinn hér að neðan.