„Þér getur ekki verið sama, þér á ekki að vera sama“

Sigmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri og fjölmiðlamaður, segir að Alþingi sé að gera mikinn afleik með innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þetta snúist ekki um afstöðu til aðildar að samningum um Evrópska efnahagssvæðinu eða Evrópusambandsins, heldur þá staðreynd að til standi að markaðsvæða allt orkukerfi landsmanna.

„Ég hef ekkert á móti EES, en það er gríðarlegur munur á því að vera i EES og innleiða reglugerðir eða að færa eftirlitsvald, framkvæmdavald og dómsvald í orkumalum til ACER (úr landi). Þvi það er nakvæmlega það sem er i uppsiglingu. Samhliða þvi er það skyr krafa fra Orkustofnun ESB að einkavæða (markaðsvæða) verði öll orkufyrirtæki landanna,“ segir Sigmar í færslu sem birtist í hópnum Orkunni okkar á fésbókinni.

„Okkar kostir eru bara vatnsaflsvirkjanir, við getum ekki valið um mismunandi orkugjafa. Við erum bara i þeirri orku sem er frábært, þar til að sá markaður verður fákeppnismarkaður.

Eða trúir þú því að það verði blómleg samkeppni á þeim markaði?“ spyr Sigmar og bendir á að mögulega séu það 2-3 hópar hér á landi sem hafi efni á því að reka slík fyrirtæki og þeir séu nú þegar tengdir viðskiptaböndum í samfélaginu.

Sigmar segir að við Íslendingar eigum að gefa eftir vatnsaflsvirkjanir okkar og nýtingarrétt auðlindanna. Allt í lagi sé að búa til samkeppnismarkað um dreifingu og sölu, en aldrei um afnotaréttinn og virkjanirnar. Aldrei.

Hann líkir þessu við kvótakerfið,  utan að að í þessu tilfelli standi til að selja einkaðilum ekki bara kvótann, heldur landhelgina alla. 

„Og til að toppa það, þá mun þessi samningur tryggja að ACER hafi allan lagalegan rétt til að fara með löggjafarvald og dómsvald i þessum málaflokki. Þér getur ekki verið sama, þér á ekki að vera sama,“ segir Sigmar Vilhjálmsson.