Þessi hraksmánarlegi dómur kemur ekki á óvart

„Síðustu kann­an­ir um trú­verðug­leika op­in­berra stofn­ana eru eft­ir­tekt­ar­verðar. Þær sýna að minnst álit alls hafa menn sam­eig­in­lega á stjórn höfuðborg­ar lands­ins. Hvorki meira né minna en 84 pró­sent­um þeirra þykir ekki mikið til henn­ar koma. Og verður ekki sagt að þessi hraksmán­ar­legi dóm­ur þurfi að koma á óvart. Hvert dæmið rek­ur annað um stjórn­leysi, áhuga­leysi, skort á þjón­ustu­lund hjá fyr­ir­tæki þar sem fyrsta boðorðið og flest hinna eiga að snú­ast um að veita eig­end­um sín­um, borg­ar­bú­um, góða þjón­ustu. Sú krafa á meira en full­an rétt á sér og þá ekki síst þar sem gjald­taka fyr­ir hana hækk­ar stöðugt og langt um­fram þróun verðlags í land­inu.“

Þannig hefst leiðari Morgunblaðsins í dag, þar sem ritstjórinn og borgarstjórinn fyrrverandi, Davíð Oddsson, heldur á penna (eða slær á lyklaborð). 

„Það er svo ann­ar angi af upp­drátt­ar­sýk­inni að í hvert skipti sem borg­ar­yf­ir­völd eru staðin að verki með allt niðrum sig er ábyrgðinni vísað annað, og þá oft­ast út í hafsauga. Og nýj­asta af­brigðið er að æðsti „hlut­lausi“ emb­ætt­ismaður borg­ar­inn­ar ræðst að kjörn­um full­trú­um með hroka og belg­ingi fyr­ir það eitt að spyrja spurn­inga og krefjast skýr­inga. Allt er það með mikl­um ólík­ind­um. 

En könn­un­in sýn­ir svo ekki verður um villst að borg­ar­bú­ar eru komn­ir með upp í kok,“ segir ennfremur í leiðaranum.