Þingflokkur kemur sér út úr húsi hjá stuðningsmönnum sínum

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og borgarstjóri er ritstjóri Morgunblaðsins.

„Þeir stjórn­mála­menn sem vilja færa auk­in yf­ir­ráð yfir orku­mál­um Íslend­inga til ESB upp­lýsa aldrei hvað sé gott við þann gjörn­ing. Fara með talpunkta þar sem staðhæft er að það sé ekki endi­lega ör­uggt að eitt­hvað sé veru­lega vont við það. Þá sé held­ur ekki al­gjör­lega ör­uggt að valda­til­færsl­an á orku­mál­um brjóti gegn ís­lensku stjórn­ar­skránni, enda megi skoða það atriði síðar! Eina sem þess­ir framsals­menn yf­ir­ráða orku­mála nefna, er að sé kröf­um um það valda­framsal ekki hlýtt sé EES-samn­ing­ur­inn í hættu! Í næsta orði taka þeir þó fram að orkupakk­arn­ir séu ekk­ert mál, ekk­ert hættu­spil og hjal tveggja laus­ráðinna stjórn­mála­manna á fundi í út­lönd­um hafi eytt öll­um vafa.“

Þetta skrifar Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, í leiðara dagsins, þar sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur — og þá síðarnefndi flokkurinn sérstaklega — fá fyrir ferðina fyrir afstöðu sína til innleiðingar þriðja orkupakkans, sem nú hefur verið frestað til ágústloka.

„En þótt þetta sé sem sagt ekk­ert mál og ekki sé al­gjör­lega ör­uggt að það brjóti stjórn­arskrá lands­ins, þá sé það á hinn bóg­inn stór­brotið hættu­spil að hlýða ekki kröf­um ónefndra skrif­stofu­manna í Brus­sel sem hafi sagt við ónefnda skrif­stofu­menn á Rauðar­ár­stígn­um að ella sé EES-samn­ing­ur­inn í upp­námi. Engu virðist breyta þótt ekki sé fót­ur fyr­ir þess­um hót­un­um og þær styðjist ekki við nein gögn um þenn­an samn­ing. Hvorki stuðnings­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins né Sjálf­stæðis­flokks­ins kaupa þetta óráðstal og þykir það niður­lægj­andi fyr­ir þá, en þó sér­stak­lega fyr­ir stjórn­mála­menn­ina sem sam­sama sig bull­inu og dæma sig þar með úr leik sem menn sem taka megi mark á,“ segir Davíð.

Hann bendir á að ný­leg könn­un sýni að 57% þjóðar­inn­ar eru á móti inn­leiðingu orkupakk­ans en tæp­lega 30 % með. Önnur ný könn­un MMR sýn­i að 48% stuðnings­fólks Sjálf­stæðis­flokks­ins eru á móti þessu „óskilj­an­lega brölti“  (58% þeirra sem tóku af­stöðu) og ein­ung­is 33% hlynnt. 

„Niður­brot þess­ar­ar könn­un­ar er merki­legt. Það sýn­ir að á meðal stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins eru 30% mjög and­víg orkupakka­brölt­inu en aðeins 18% mjög hlynnt­ir því! 

En hvort sem horft er til þess­ara 58% af stuðning­fólki Sjálf­stæðis­flokks sem tók af­stöðu gegn orkupakka­brölti eða þeirra 30 pró­senta sem er hvað mest niðri fyr­ir vegna fram­göngu flokks­ins (sem aðeins 18% styðja af ákafa) kem­ur eitt í ljós. Í þing­flokkn­um eiga þessi 58% eng­an stuðnings­mann.

Hvernig í ósköp­un­um get­ur einn þing­flokk­ur komið sér þannig út úr húsi hjá sín­um stuðnings­mönn­um? Sér­hver stjórn­mála­flokk­ur sem upp­götvaði að 20-30% stuðnings­manna hans væri and­víg­ur máli sem breyst hefði í stór­mál sem hann sæti uppi með yrði mjög hugs­andi. En hvað þá þegar 58% stuðnings­manna flokks botna ekk­ert í því hvert hann er að fara. Þá er eitt­hvað stór­kost­lega mikið að. Ein­hverj­ir hafa kvartað yfir því að Morg­un­blaðið hafi talið sig eiga sam­leið með 58 pró­sent­um stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins í orkupakka­mál­um. Blaðið bind­ur sig ekki við flokka en er þó ánægt með þenn­an fjölda sam­ferðamanna úr þess­um flokki. Reynd­ar var ekki vitað bet­ur í heilt ár en að þessi mikli meiri­hluti flokks­fólks og blaðið hefði jafn­framt verið sam­ferða for­manni flokks­ins, sem hafði gert af­stöðu sína ljósa með mjög af­ger­andi hætti úr ræðustól Alþing­is.

Það eina óskilj­an­lega er að þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins er úti að aka með öðrum en stuðnings­mönn­um sín­um og jafn­vel lak­ar stadd­ur í þeim efn­um en þegar flokkn­um var óvænt ýtt skýr­ing­ar­laust út á svipað forað í Ices­a­ve­mál­inu forðum,“ bætir Davíð við.

„Könn­un­in sýn­ir einnig að þetta skrítna mál þar sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn legg­ur til at­lögu við yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta stuðnings­manna sinna, hef­ur ein­göngu góðan stuðning hjá kjós­end­um smá­flokk­anna Viðreisn­ar og Sam­fylk­ing­ar, eða um 74% fylgi hjá hvor­um. Ráða þeir virki­lega ferðinni?“ spyr Davíð ennfremur.