Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru mestan part ósýnilegir

Vilhjálmur Bjarnason.

„Níu­tíu ára Sjálf­stæðis­flokk­ur á ekki í vænd­um ei­líf­an ald­ur ef af­mælið geng­ur fyrst og fremst út á að bjóða for­ystu­mönn­um annarra flokka upp á brauð og tertu. Darw­in tal­ar um aðlög­un. Er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn aðlaðandi eða aflaðandi? Hvernig standa kynn­ing­ar­mál Sjálf­stæðis­flokks­ins? Hver er sýni­leiki þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins á menn­ing­ar­viðburðum? Þing­menn flokks­ins eru mest­an part ósýni­leg­ir.“

Þetta skrifaði Vilhjálmur Bjarnason, fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðið á föstudag. Hann sagði nú svo komið, að aðeins örfáir viti hverj­ir eru alþing­is­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins.

„Þeir þurfa að spyrna í botn­inn. Eða er betra að hafa þá í kafi áfram? Það eru inn­an við tvö ár til næstu kosn­inga. Hvað ætl­ar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn að bjóða upp á annað en vín í búðir?“

Vilhjálmur segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi leitt mikið hagvaxtarskeið yfir landið og Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármálaráðherra, þreytist ekki á að benda á það.

„Það er ekki vanþakk­læti kjós­enda að snúa baki við Sjálf­stæðis­flokkn­um, held­ur eru vænt­ing­ar ekki upp­fyllt­ar. Ein­hver ör­vænt­ing snýr fólki til fylg­is við aðra flokka, Sam­fylk­ingu eða Miðflokk, sem hegða sér með óráðshjali eins og póli­tísk­ir vinda blása hverju sinni. Næg­ir þar að nefna óráðshjal um orku­mál,“ segir Vilhjálmur og spyr hvers vegna í ósköpunum Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi þurft að vera þátt­tak­andi í því að styðja aft­ur­köll­un aðild­ar­um­sókn­ar að Evr­ópu­sam­band­inu.

„Vissu­lega var eng­inn mögu­leiki á því að umræða um aðild­ar­um­sókn kæm­ist á dag­skrá Alþing­is. Sof­andi aðild­ar­um­sókn gerði ekk­ert mein. Aft­ur­köll­un aðild­ar­um­sókn­ar að Evr­ópu­sam­band­inu skapaði grund­völl fyr­ir Viðreisn. Frum­kvæði að aft­ur­köll­un kom frá þeim er síðar urðu Klaust­ur­munk­ar Miðflokks­ins.“

Við þessi skil­yrði er allt í einu flokk­ur und­ir for­ystu fúl­lynds Ak­ur­eyr­ings að auka fylgi sitt. Al­ger­lega óverðskuldað.

Um fylgisaukningu Samfylkingarinnar, segir Vilhjálmur ennfremur:

„Það er rétt að íhuga stöðu mála í ís­lensku efna­hags­lífi. Besti mæli­kv­arði á efna­hags­leg­an stöðug­leika er verðbólga. Verðbólga frá árs­byrj­un 2013 hef­ur verið um 2,34% að meðaltali á ári. Það er lít­il verðbólga í sögu­legu sam­hengi. Það er óðaverðbólga sem rúst­ar eft­ir­laun­um. Vext­ir eru í sögu­legu lág­marki. Það er af­gang­ur af ut­an­rík­is­viðskipt­um og jafn­vægi í rík­is­fjár­mál­um. Stöðug­leiki í efna­hags­mál­um er ávís­un á lífs­kjara­bata.

Við þessi skil­yrði er allt í einu flokk­ur und­ir for­ystu fúl­lynds Ak­ur­eyr­ings að auka fylgi sitt. Al­ger­lega óverðskuldað.“

Og hann brýnir sína menn til dáða:

„Þing­menn verða að spyrna í botn­inn, koma úr kafi og láta sjá sig. Tala við kjós­end­ur, hlusta og út­skýra á máli sem skilst. 

Það eru inn­an við tvö ár til næstu kosn­inga. Er ekki rétt fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn að skerpa á sinni framtíðar­sýn og stefnu fyr­ir Ísland? 

Hvers kon­ar póli­tík á flokk­ur­inn að reka og hvernig get­ur hann skapað sér skýr­ari aðgrein­ingu frá öðrum flokk­um á Alþingi; ekki bara til að vera öðru vísi held­ur til að gera gagn, skapa lífs­gæði og ánægju um­fram fúl­lyndi annarra stjórn­mála­flokka.“