Þung orð Davíðs: Að svíkja sjálfa sig, flokk­inn sinn og mik­inn meiri­hluta hans

Það er þungt hljóðið í Davíð Oddssyni, fv. forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag, enda aðeins tveir dagar þar til Alþingi hyggst leiða í lög innleiðingu þriðja orkupakkans.

Davíð segir að það sé í reynd djúpríkið, eins og það hefur verið kallað, eða „kerfið“ sem í raun stjórn­i Íslandi í krafti óvenju­lega veikr­ar stjórn­mála­stétt­ar og það færi landið sí­fellt nær inn­göngu í ESB, þar sem svikist hafi verið um að aft­ur­kalla aðild­ar­um­sókn með rétt­mæt­um og sjálf­sögðum hætti.

„Þvert ofan í allt sem sagt var við ákvörðun um inn­göngu í Evr­ópska efna­hags­svæðið hafa ís­lensk yf­ir­völd þegar þver­brotið öll lof­orð sem þau gáfu um að virða um­hverfi ís­lensks land­búnaðar og gal­opna hann ekki fyr­ir ESB. Sú braut hef­ur verið opnuð án þess að þjóðin hafi verið spurð. Nú er verið með ský­lausu broti á ís­lensku stjórn­ar­skránni að færa eina meg­in­auðlind lands­ins, ein­stæða orku þess, und­ir end­an­legt „boðvald ESB“ eins og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins orðaði það á Alþingi áður en hann sner­ist eða var snúið um heil­an hring.

Og þá er aðeins eft­ir að meðhöndla sjáv­ar­út­veg­inn með sama hætti. Og því skyldi hon­um hlíft eft­ir önn­ur af­rek? Og þar með er hægt að draga um­sókn­ina vondu óaft­ur­kallaða upp úr skúff­un­um enda þá orðið forms­atriði eitt að klára hana,“ skrifar Davíð.

Illa farið með góð tíma­mót

Davíð Oddsson er einn sigursælasti, ef ekki sigursælasti formaður í sögu Sjálfstæðisflokksins. Hann segir tímann tákn að fagnað sé hundrað ára full­veldi og níu­tíu ára Sjálf­stæðis­flokki með því að stíga stór skref til hátíðarbrigða til að vega að þessu tvennu.

„Það eru aðeins ein rök færð fram fyr­ir því að Alþingi verði að samþykkja orkupakk­ann þriðja. Aðeins ein rök. Þau eru að það muni setja EES-samn­ing­inn í al­gjört upp­nám ef mál­inu verði hafnað og engu breyti þótt sú höfn­un sé í fullu sam­ræmi við samn­ing­inn sjálf­an. En það er ekki aðeins svo að slík höfn­un sé í sam­ræmi við samn­ing­inn sjálf­an. Það að hún sé full­kom­lega heim­il er í raun for­senda þess að samn­ing­ur­inn var gerður og að það var stætt á því að gera hann. Þetta er eins aug­ljóst og verða má.

Ef Ísland gæti ekki hafnað til­skip­un­um frá Brus­sel og yrði að samþykkja þær þvert gegn vilja þjóðar­inn­ar, þá þýddi það að Ísland hefði flutt lög­gjaf­ar­vald sitt úr land­inu. All­ir á Alþingi vissu, þeir sem samþykktu: Sjálf­stæðis­flokk­ur og Alþýðuflokk­ur. Þeir sem sátu hjá: Sjö þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins und­ir for­ystu vara­for­manns­ins Hall­dórs Ásgríms­son­ar, þeir sem sögðu nei, átta þing­menn Fram­sókn­ar­flokks und­ir for­ystu for­manns­ins Stein­gríms Her­manns­son­ar og all­ir þing­menn Alþýðubanda­lags og Kvenna­lista, að hefði Ísland ekki virkt neit­un­ar­vald gagn­vart til­skip­un­um og réði því eitt hvort þær yrðu leidd­ar í lög eða ekki, þá hefði lög­gjaf­ar­vald lands­ins verið flutt úr landi.

Meira að segja vit­laus­ustu gervi­kenni­menn í lög­fræði í HR gætu ekki haldið því fram að slíkt stæðist stjórn­ar­skrá. Gerðu þeir það ættu þeir að hefja laga­kennslu í Grænu­borg, en hætt er þó við því að jafn­vel óvit­arn­ir þar myndu horfa á slíka furðu lostn­ir. Það voru jú börn­in sem könnuðust fyrst við að keis­ar­inn var klæðalaus.

Það er for­vitni­legt að lesa hvernig snill­ing­ur­inn A.E. Pritch­ard lýs­ir Evr­ópu­sam­band­inu og lítt sýni­legri snert­ingu þess við lýðræðið sem það á svo grát­lega litla sam­leið með. Ekki er þó lík­legt að þeir sem eru að svíkja sjálfa sig, flokk­inn sinn og mik­inn meiri­hluta hans þessa dag­ana muni hafa fyr­ir því.

En kannski munu þeir láta launaða spuna­meist­ara, launaða af rík­inu, taka sam­an fyr­ir sig talpunkta, ein­ung­is til út­úr­snún­inga, til að halda sér á floti í fá­ein­ar vik­ur.

Allt er þetta þyngra en tár­um tek­ur.

Trú­verðug­leik­inn fer og þar með flest.

Það kenn­ir Ices­a­ve.

Lexí­an ljóta.“