Þungavigt í umsækjendum um forsetaritara: Friðjón sótti ekki um

Bergdís Ellertsdóttir afhendir Trump bandaríkjaforseta trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Washington. / utn.is

Embætti forseta Íslands hefur birt á vefsíðu sinni lista yfir mikinn fjölda umsækjenda um eina eftirsóttustu stöðuna sem nú er í boði í íslenskri stjórnsýslu; embætti forsetaritara.

Örnólfur Thorsson, sem gegnt hefur embættinu í hálfan annan áratug, lætur af störfum hinn 1. mars nk, en mun þó verða eftirmanni sínum innan handar fyrstu mánuðina.

Fyrirfram var töluverð spáð og spekúlerað í mögulega eftirmenn Örnólfs og sagði sagan að Friðjón Friðjónsson í KOM væri líklegur kandídat. Friðjón er einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins og fv. aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, en jafnframt náinn trúnaðarmaður forsetans og lykilmaður í velheppnaðri kosningabaráttu hans árið 2016.

Þær samsæriskenningar má þó leggja á hilluna, því Friðjón er alls ekki meðal umsækjenda um starfið.

Eftirtalin hafa sótt um embætti forsetaritara:

Agnar Kofoed-Hansen, Andrés Pétursson, Anna Sigrún Baldursdóttir, Auðbjörg Ólafsdóttir, Auður Ólína Svavarsdóttir, Ásgeir B. Torfason, Ásgeir Sigfússon, Ásta Magnúsdóttir, Ásta Sól Kristjánsdóttir, Bergdís Ellertsdóttir, Birgir Hrafn Búason, Birna Lárusdóttir, Björg Erlingsdóttir, Dagfinnur Sveinbjörnsson, Davíð Freyr Þórunnarson, Davíð Stefánsson, Finnur Þ. Gunnþórsson, Gísli Ólafsson, Gísli Tryggvason, Glúmur Baldvinsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðjón Rúnarsson, Guðný Káradóttir, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Guðrún E. Sigurðardóttir, Gunnar Þorri Þorleifsson, Gunnar Þór Pétursson, Hanna Guðfinna Benediktsdóttir, Hans F.H. Guðmundsson, Hildur Hörn Daðadóttir, Hreinn Pálsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Jóhann Benediktsson, Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, Jörundur Kristjánsson, Kristján Guy Burgess, Lilja Sigrún Sigmarsdóttir, Magnús K. Hannesson, Margrét Hallgrímsdóttir, Margrét Hauksdóttir, Matthías Ólafsson, Monika Waleszczynska, Nína Björk Jónsdóttir, Pétur G. Thorsteinsson, Rósa Guðrún Erlingsdóttir, Salvör Sigríður Jónsdóttir, Sif Gunnarsdóttir, Sigríður Helga Sverrisdóttir, Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir, Sigurður Nordal, Sigurjón Sigurjónsson, Sigurjóna Sverrisdóttir, Sólveig Kr. Bergmann, Stefán Vilbergsson, Steinar Almarsson, Urður Gunnarsdóttir, Valdimar Björnsson, Þorgeir Pálsson, Þorvaldur Víðisson og Þóra Ingólfsdóttir.

Þarna er að finna mikla þungavigt á ýmsum sviðum og greinilegt að starfið heillar marga sem eru í góðum stöðum fyrir. Þarna má sjá meðal umsækjenda fólk eins og Önnu Sigrúnu Baldursdóttur aðstoðarmann forstjóra Landspítalans, Bergdísi Ellertsdóttur, sendiherra Íslands í Washington, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur fv. þingmann VG og skákmeistara, Dagfinn Sveinbjörnsson sem unnið hefur hefur með Ólafi Ragnari Grímssyni í Norðurslóðaverkefnum um árabil, Kristján Guy Burgess fv. aðstoðarmann Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, Margréti Hallgrímsdóttur fv. þjóðminjavörð, Sólveigu Kr. Bergmann fv. fréttamann, Jóhann Benediktsson fv. sýslumann, Guðjón Rúnarsson fv. framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja, Gísla Tryggvason lögmann og fv. talsmann neytenda og Urði Gunnarsdóttur sem hefur verið m.a. upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.