Við erum al­veg til­bú­in og eig­um nóg af lík­pok­um

Eflaust hefur mörgum lesendum Fréttablaðsins runnið kalt vatn milli skinns og hörunds í morgun þegar þeir lásu forsíðufrétt þess efnis að íslensk stjórnvöld hyggist funda með útfararstjórum vegna Kórónaveirunnar og gera þurfi ýmsar ráðstafanir þar á bæ vegna hennar á komandi vikum og mánuðum.

Ekki batnaði staðan þegar lesin var frétt á mbl.is þar sem rætt var við Rúnar Geirmundsson, formann Félags útfararstjóra. Hann sagðist reyndar ekkert hafa heyrt frá stjórnvöldum enn vegna málsins, en bætti svo við:

„Við erum al­veg til­bú­in og eig­um nóg af lík­pok­um.“

Kannski ekki akkúrat það sem við þurftum að heyra ofan í öll ótíðindin þessa dagana. Og líklega fremur drastísk ummæli í ljósi þess að þeir þrír sem þegar hafa smitast, virðast ekki mjög lasnir. En kannski er einhverjum létt við þessar fregnir.