Vill póstkosningu meðal sjálfstæðismanna um þriðja orkupakkann

Styrmir Gunnarsson, fv. ritstjóri.

Deilur meðal sjálfstæðismanna um orkupakka 3 hafa verið harðar og fara harðnandi. Það er kominn tími á að láta lýðræðið ráða för.

Þetta segir Styrmir Gunnarsson, fv. ritstjóri Morgunblaðsins, á heimasíðu sinni.

Hann vísar til skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins, en þar segir m.a. í 6. gr.:

„…Miðstjórn er skylt að láta fara fram almenna kosningu meðal flokksmanna um tiltekin málefni berist skrifleg ósk um það frá a.m.k. 5000 flokksbundnum félagsmönnum og af þeim skulu ekki færri en 300 flokksmenn koma úr hverju kjördæmi landsins.“

„Þessar reglur eru skýrar. Þeim er ekki hægt að stinga undir stól.

Það blasir við að andstæðingar orkupakka 3 innan Sjálfstæðisflokksins noti næstu vikur til að safna þessum fjölda undirskrifta og knýi með því fram atkvæðagreiðslu meðal allra flokksbundinna meðlima um málið.

Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðislegur stjórnmálaflokkur,“ segir Styrmir.