Vinstri mönnum á Íslandi hefur tekist að búa til tvöfalt heilbrigðiskerfi

Hermann Guðmundsson forstjóri.

„Í boði vinstri stefnu er búið að færa heilbrigðiskerfið lengra yfir í tvöfalt kerfi en dæmi eru áður um,“ segir Hermann Guðmundsson forstjóri í færslu á fésbókinni, sem vert er að gefa gaum.

Hann bendir á að fólk sem lætur ekki bjóða sér langa biðlista og hefur peninga aflögu fari til innlendra lækna og fái þjónustu gegn greiðslu.

„Á síðasta ári skiptu þessar aðgerðir hundruðum.

Vinstri menn hafa í mörg ár talað um hættuna á tvöföldu heilbrigðiskerfi þar sem hægt væri að kaupa sig framfyrir röðina sem hinir efnaminni eru fastir í, nú hefur þeim með öguðu skipulagi og slökum ákvörðunum tekist að búa einmitt þetta kerfi og um leið sóað almannafé sem nýta átti til lækninga,“ bætir Hermann við.