112 veirusmit út frá einu danskennaranámskeiði

Það er kunnara en frá þurfi að segja, að kórónuveiran Covid-19 er bráðsmitandi. Á því fengu kennarar í latneskum dönsum í borginni Cheonan í Suður-Kóreu að kenna núverið, en 112 veirusmit hafa greinst út frá námskeiði sem haldið var fyrir danskennara.

Tæplega þrjátíu danskennarar sóttu námskeiðið. Fjögurra tíma æfing í mikilli nánd og þar að auki hita og raka gerði það að verkum að veiran breiddist hratt milli fólksins.

Þetta var í febrúar. Kóreumenn hafa eins og Íslendingar vakið athygli fyrir öfluga smitrakningu og viku síðar höfðu átta af kennurunum greinst með veiruna.

Í millitíðinni höfðu þeir hins vegar haldið hver sína leið og kennt á tólf mismunandi stöðum í borginni og náð að smita þar ríflega 50 nemendur –– allt konur –– sem aftur smituðu fjöldan allan af fólki áður en smitrakningin bar loks árangur og unnt var að skipa fólkinu í einangrun.