Bodyguard frá BBC er skylduáhorf

Íslenska útgáfan af Netflix tók á dögunum til sýninga bresku spennuþáttaröðina Bodyguard (2018) sem frumsýndir voru nú í haust á BBC og slógu rækilega í gegn.

Raunar svo mjög, að ár og dagur er síðan jafn mikið áhorf hefur mælst á breska sjónvarpsþætti.

Lögreglumaður er fenginn til að vera lífvörður breska innanríkisráðherrans sem talað hefur fyrir aukinni hörku gegn hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi og er fyrir vikið sjálf orðin skotmark.

Algjörlega frábærir þættir sem óhætt er að mæla með. Fullt hús. Og næsta sería auðvitað á leiðinni, segja forsvarsmenn BBC.