Tónlistarparið frumlega, Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir, eru nú hjón að lögum eftir að Sýslumaðurinn á Selfossi gaf þau saman.
Daði Freyr sló rækilega í gegn í Evróvision-keppninni og hefur verið vinsæll í íslensku tónlistarlífi æ síðan. Parið hefur ferðast um heiminn að undanförnu, milli þess sem ný tónlist var í smíðum.
Við óskum brúðhjónunum innilega til hamingju. Lifi ástin!