Dans Afríka Barakan Festival haldið í þriðja sinn á Íslandi

Á morgun, þann 29. ágúst og til 1. september næstkomandi verður hátíðin Dans Afríka Barakan Festival Iceland haldin í Reykjavík. Á hátíðinni lærir fólk á öllum aldri hvernig dansa skal afríkudansa auk þess að læra að tromma og syngja. 

Tónleikar hátíðarinnar verða laugardaginn 31. ágúst kl 22:00 á Bryggjan Brugghús. Þetta verður sannkölluð afrísk tónlistarveisla þar sem allir listamenn hátíðarinnar munu koma fram og er ókeypis aðgangur á tónleikana.


Þau í Barakan hópnum hafa fengið verðskuldaða athygli og vinsældir þeirra aukast með ári hverju, en hvernig byrjaði þetta ævintýri ?

Mamady Sano og Sandra Sano eru stofnendur Dans Afríka Iceland en þau kynntust í New York árið 2000.

„Mamady var uppáhalds danskennarinn minn til margra ára enda einn vinsælasti afríski danskennarinn út um allan heim. Ég bjó í New York í þrjú ár frá árunum 2002- 2005 og var svo með annan fótinn þar, alltaf að læra meira í dansinum“. Sagði Sandra þegar hún var spurð út í samband hennar og Mamady sem síðar varð til þess að Ísland fékk að kynnast ástríðum þeirra.

Mamady Sano og Sandra Sano

Mamady og Sandra fóru síðan á stefnumót nokkru seinna eða árið 2010 þegar Sandra var í New York um sumarið og að þeirra sögn var þá ekki aftur snúið. 

Sandra hefur verið í dansi svo lengi sem hún man. Hefur hún prufað ansi margt í danssenuni og má þar nefna samkvæmisdans, jazz og nútímadans alveg þangað til hún byrjaði í afrískum dansi og hip hop dansi árið 1995. 

Um leið og ég datt inn í menningarheim afríku þá fann ég að þar átti ég heima“. Segir Sandra 

Mamady flutti síðan til Íslands í enda árs 2012 eftir að hann og Sandra voru búin að hoppa á milli New York, Íslands og Gíneu í heil tvö ár til þess að hittast.

Við giftum okkur svo í febrúar 2013, Mamady var reiðubúinn í að breyta til eftir að hafa búið í 18 ár í Bandaríkjunum. Dóttir Mamady sem er nú 19 ára flutti síðan til okkar frá Gíneu árið 2016. Við höfum svo hægt og rólega verið að byggja upp Dans Afríka Iceland til að efla afrískan dans og trommuleik á Íslandi og kynna menningarheim Gíneu, Vestur Afríku“. 

Naby Bangoura and Mamady Sano

Við hlökkum svo til að dansa með Naby Bangoura og Mamady Sano á Dans Afríka Barakan Festival Iceland 2019 nýttu þér afsláttinn og skráðu þig og borgaðu fyrir 2 ágúst we are so excited to dance with Naby Bangoura and Mamady Sano in Dans Afríka Barakan Festival Iceland 2019sign up and pay before august 2nd for discounted pricevideo is from Konodon in Mexico 2017#dansafrikaiceland #dansafrikabarakanfestivaliceland #nabybangoura #mamadysano #africandance #africandrumming #westafricandance #iceland #konodon #guineaconakry #festival

Posted by Dans Afríka Iceland on Föstudagur, 19. júlí 2019

Mamady Sano hefur dansað og trommað frá barnsaldri. Faðir hans var hinn heimsfrægi Mohamed Kemoko Sano sem stjórnaði þjóðar dansflokkum Gíneu, Ballet Africains og Ballet Djoliba. Hann stofnaði einnig sinn eigin dansflokk Ballet Mervilles de Guinee. Mamady ólst upp í Merveilles dansflokknum og ferðaðist víða í Afríku með þeim áður en hann flutti til New York með föður sínum. Mamady kenndi reglulega í Long Island University, Alvin Ailey og Djoniba dance and drum school í New York. Mamady ferðast enn um allan heim til þess að kenna og sýna.


Annað verkefni þeirra hjóna og er að byggja dans og tónlistarskóla í Gíneu sem mun nýtast fyrir bæði nemendur sem koma frá vesturlöndum að læra um afríska menningu og einnig til að þjálfa upp komandi kynslóðir heimamanna í dansi og trommuleik. 

„Við höfum hingað til fjármagnað þetta ævintýri alveg sjálf en margir hafa styrkt verkefnið með því að kaupa afrísk föt og töskur sem við höfum ferjað frá Gíneu. Byggingin er komin langt en það vantar aðeins uppá til þess að klára það sem við erum að vinna í hægt og rólega“. Bætti Sandra við.

Í ár fara hjónin í sína fimmtu árlegu ferð með nemendur næstkomandi desember og janúar. Þar fara nemendur með þeim til Gíneu sem er heimaland Mamady og það lærir að dansa, tromma og upplifa menningarheiminn þar.

Hópurinn hress eftir sýningu í Siglufjarðarkirkju

Gesta kennarinn í ár er Naby Bangoura sem sést dansa í myndskeiðinu ofar í greininni. Naby býr í Kaliforníu og er frábær dansari sem hefur ferðast út um allan heim til þess að kenna. Naby og Mamady voru á sama tíma í Merveilles de Guinee dansflokknum undir stjórn föður Mamady.

Allir tímar hjá Dans Afríka Barakan Festival verða í Plié Listdansskólanum.

Dagskrá hátíðarinnar sem og verðskrá má finna hér.

Til þess að skrá sig eða til þess að fá fleiri upplýsingar er fólki bent á netfang þeirra dansafrikaiceland@gmail.com. Myndir og myndbönd má sjá á facebook síðu þeirra Dans Afríka Iceland.

Til þess að fylgja hópnum á instagram þá ber aðgangur þeirra heitið : dansafrikaiceland.