Herra Blýantur er sérfræðingur í öllum litum regnbogans og honum er ekkert dýrmætara en að geta kennt krökkum á öllum aldri um litina.
Í þessari skemmtilegu og þroskandi bók eftir Veróníku Björk Gunnarsdóttur, tveggja barna móður og listakonu í Grafarvogi, fer Herra Blýantur í gegnum hvern lit fyrir sig og gerir það með aðstoð litalagsins og spurninga.