Hreyfing mikilvægari andlegri heilsu en fjárhagurinn

Hreyfing getur haft meiri jákvæð áhrif á andlega heilsu en fjárhagsstaða, skv. rannsókn vísindamanna í Oxford og Yale háskólunum. Frá þessu er sagt í Business Insider. 

Í rannsókn, sem birt hefur verið í læknaritinu Lancet, söfnuðu vísindamennirnir upplýsingum um hreyfingu og andlegt ástand 1,2 milljón Bandaríkjamanna. Þeir voru spurðir um líðan sína, hreyfingu og fjárhagsstöðu. 

NIðurstaðan varð sú, að þeir sem hreyfa sig reglulega líður illa í 35 daga á ári, eða 18 dögum færri en þeir sem hreyfa sig ekki. Jafnframt líður þeim sem hreyfa sig reglulega jafn vel og þeim sem eru með um það bil þrjár milljónir króna meira í tekjur árlega. 

Þetta þýðir samt sem áður ekki að mjög mikil hreyfing geri fólk hamingjusamara. Vísindamennirnir komust að því að hreyfing innan ákveðins tímaramma gerir fólk hamingjusamara og að viðbótarhreyfing hafi þar engin áhrif.

Þrjár til fimm æfingar, í hálftíma til klukkutíma á viku sé best. Meiri hreyfing en það leiði til minni hamingju. Hreyfing á meðal fólks hafði jafnframt meiri jákvæð áhrif en hreyfing sem fólk stundar eitt og með sjálfu sér.