Allir kannast við að hafa einhverntíman legið andvaka fram á rauðanótt, yfir smáum eða stórum áhyggjum, til þess að vakna að morgni og allt er víl sem var.
Í ljós hefur komið að þessi eiginleiki er ekki einungis okkar mannanna, heldur hefur ungversk rannsókn, útgefin í Royal Society vísindatímaritinu, sýnt fram á að besti vinur mannsins liggur einnig andvaka um nætur af sömu ástæðu.
Hundar upplifa svefntruflanir þegar þeir eru áhyggjufullir. Rannsóknin mældi svefn hunda sem höfðu orðið fyrir ýmist jákvæðri eða neikvæðri reynslu fyrir svefninn. Klapp og vinaleg atlot frá eiganda töldust til jákvæðrar reynslu, á meðan það að hafa hafa mætt óþægilegum ókunnugum aðila neikvæðrar. Hundar sem upplifðu jákvæða reynslu sváfu dýpri og jafnari svefni á meðan hinir vöknuðu oftar og náðu ekki djúpsvefni.
Athygli vakti að þeir hundar sem fengu neikvæða upplifun fyrir svefnin áttu auðveldara með að sofna, sem vísindamennirnir sögðu ríma við mannlega hegðun. Menn sem eiga slæman dag vilja oft einmitt drífa sig að fara að sofa til að ljúka hinum vonda degi sem fyrst.