Í tilefni af 100 ára afmæli frímúrarastarfs á Íslandi verða húsakynni Frímúrarareglunnar á Íslandi, að Bríetartúni 3 – 5, opin almenningi á Menningarnótt, laugardaginn 24. ágúst.
Húsið verður opið frá klukkan 14:00 – 17:00 og mun gestum og gangandi þá gefast kostur á að kynna sér starfsemi Frímúrarareglunnar, skoða húsakynni hennar, ræða við Reglubræður og fá fjölbreyttan fróðleik um frímúrarastarfið.
Tvívegis áður hefur Reglan verið með opið hús á Menningarnótt og voru viðtökur almennings með eindæmum góðar og því var ákveðið að endurtaka leikinn.