Árshátíð Mjölnisfólks var haldin um liðna helgi og þar var frumsýnt þetta myndband, þar sem helstu fastagestir stöðvarinnar dansa taktinn í anda frægs myndbands við lagið Call on me.
Er óhætt að segja, að kynþokkinn sé allsráðandi í myndbandinu og að bardagakappinn sýni á sér óvæntar hliðar…