Of mikil skjánotkun ungbarna getur komið niður á þroska þeirra síðar meir, að því er kemur fram í nýrri rannsókn sem birt var í dag.
Rannsóknin, sem birtist í ritrýnda tímaritinu JAMA Pediatrics bendir til beinna afleiðinga af mikilli skjánotkun 2 og 3 ára barna og þroska þeirra milli þriggja og fimm ára aldurs.
Þetta á við talþroska, hreyfiþroska, færni til að leysa viðgangsefni og almenna félagsfærni, að því er fram kemur í frétt CNN.
Samtök barnalækna í Bandaríkjunum mælast til þess að foreldrar setji þak á notkun ungra barna sinna á snjalltækjum á borð við síma og lófatölvur og hámarksnotkun fyrir 2-5 ára börn sé ein klukkustund á degi hverjum.
Þykir þér efni þessarar fréttir gagnlegt? Vinsamlega deildu henni þá til þeirra sem kynnu að hafa gagn af efni hennar.