Össur skýtur létt á Liverpool: Þeir vinna aldrei neitt

Össur Skarphéðinsson fv. utanríkisráðherra.

Liverpool fer með himinskautum í ensku knattspyrnunni og situr á toppi deildarinnar eftir 2:0 sigur á Úlfunum í gærkvöldi. Liverpool hefur nú fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar, en næstu lið, sem eru Manchester City og Tottenham, eiga eftir að spila um helgina.

Össur Skarðhéðinsson, fv. utanríkisráðherra, er gamansamur maður, líkt og þjóð þekkir. Hann deilir gamansögu á fésbók í dag og segir stuðningsmönnum Liverpool hollt að rifja hana upp.

„Mamma er alltaf að vinna“

Í tilefni af sigurgöngu Liverpool Football Club í ensku deildinni er stuðningsmönnum liðsins hollt að rifja upp góða sögu af Liverpool.

Hjón voru að skilja og þegar kom að því að ákveða forræði yfir barninu spurði dómarinn hvort krakkinn vildi ekki búa hjá mömmu sinni.

Þegar barnið þverneitaði spurði dómarinn hvernig stæði á því. “Mamma er alltaf að vinna,” sagði barnið.

“Viltu þá vera hjá pabba þínum?”- spurði dómarinn. “Nei,” svaraði barnið: “Pabbi er alltaf að vinna.”

– “Hvar viltu þá vera?” – spurði dómarinn öldungis hlessa. “Hjá Liverpool Football Club”, svaraði barnið. “Þeir vinna aldrei neitt.”