Sítengd fagmennska og metnaður

Besta íslenska efnið á sjónvarpsstöðvunum þessa dagana eru heimildarþættirnir Sítengd á Ríkissjónvarpinu í umsjón Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur.

Í þáttunum er rýnt í samfélagsmiðlanotkun Íslendinga og skoðað hvaða áhrif þeir hafa á líf okkar og sjálfsmynd.

Þetta eru vandaðir þættir og afar áhugaverðir, viðmælendur spennandi og skyggnst inn í heim sem er í senn stórbrotinn og fáránlegur.

Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.

Hægt er að horfa á þættina hér.