SUMARTÍSKAN — hvað mun einkenna sumarið 2019 í klæðnaði?

Tíska á sér engin takmörk, einnig er hún oft síendurtekin hringrás eins og margt annað á þessari jörð.

Það lítur út fyrir að sumarið 2019 verði skemmtilegt tískusumar. Eldri hefðir taka á sig nýja mynd en einnig eru hönnuðir að feta ótroðnar slóðir.

Eftirfarandi á eftir að einkenna sumarið 2019 : 

TIE-DYE FATNAÐUR

Þetta heiti kemur frá aðferðinni að lita föt sem bundin eru í hnút. Þegar sá hnútur er losaður kemur fram skemmtilegt mynstur eftir því hvert liturinn náði að falla. Þessi aðferð er oft tengd við hippamenninguna en allar líkur eru á því að þessi aðferð hafi verið til löngu fyrir það.


HJÓLABUXUR OG STUTTAR JAKKAFATABUXUR  

Þetta hefur komið mörgum á óvart, en þeir sem ná þessu rétt fá verðskuldaða athygli fyrir.

DÝRAMYNSTUR

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem gengið hefur inn í tískuvöruverslun þessa dagana og kíkt út á lífið, að dýramynstur eru allsráðandi. Þeim er gefið klassískara útlit með nýjum og skemmtilegum sniðum.

MYNSTURBLÖNDUN / BÚTASAUMUR ( Print Mash-up/patchwork )

Munið þið eftir bútasaums fötunum ? Já, þau eru komin aftur. Bæði í fínlegri mynd í prenti og í hefðbundnum bútasaumi. 

NEON LITIR

Enn og aftur eru neon litir komnir í tísku. Neon litir voru ráðandi á tískupöllunum og sumarkynningum fyrr á árinu og var þá neon grænn litur ráðandi eins og sést hefur á fólki undanfarið.

CARGO BUXUR

Þessar víðu og þægilegu buxur koma alltaf aftur. Þær henta við öll tilefni eftir því hverju er parað við þær. 

LAVENDER TÓNAR

Mjúkir pastel litir verða vinsælir í sumar en sá litur sem virðist ætla að einkenna sumarið er Lofnarblóms litur eða Lavender eins og við þekkjum best. 

TWEED JAKKAR

Tweed jakkar eru jakkar úr yrjóttu ullarefni. Í sumar eru jakkar úr léttum þráðum vinsælir. Tweed jakkar í skemmtilegum litum henta bæði við fín tilefni og hversdagsleg.

BUCKET HATTAR

Upprunalega notaðir af fiskimönnum og bændum hafa svokölluðu bucket hattarnir komið sterkir inn við og við. Þegar hljómsveitin Run – DMC og fleiri rapparar byrjuðu að nota hattana á níunda áratugnum og þegar break dans menningin var á hápunkti , ruku vinsældir hattsins upp. Nú í sumar eru þeir mættir aftur.