Því oftar sem þú faðmar börnin þín, því betur stuðlar þú að heilaþroska þeirra

Rannsókn á vegum Daily Health Post Editorial komst á ný í sviðsljósið nú á dögunum. Rannsóknin heitir : Því oftar sem þú faðmar börnin þín, því betur stuðlar þú að heilaþroska þeirra.  

Eins og áður hefur verið sagt, þá virkar ástin á undraverðan hátt. Við fæðumst með þann eiginleika að geta elskað. Umhyggja og ást virðist okkur nauðsynleg eins og margar rannsóknir sýna fram á. Við græðum ekki aðeins á því að elska með því að stuðla að andlegum þroska, heldur stuðla þessar tilfinningar einnig að vitsmunaþroska. 

Það sem gegnir lykilhlutverki hér er hormónið Oxitósín.

Hormónið er taugaboðefni sem myndast í undirstúku heilans og sem heiladingullinn sér um að seyta út í kerfið. Vísindamenn auðkenndu og rannsökuðu hormónið fyrst árið 1906. Oxitósín er nauðynlegt í fæðingarferli spendýra þar sem það kemur samdráttum af stað og örvar mjólkurkirtla fyrir brjóstagjöf. Síðari rannsóknir komust að því að hlutverk hormónsins var mun víðtækara því það spilar stórt hlutverk í samskiptum og tengslamyndun fólks og er þess vegna kallað ‘’ástarhormónið’’. 

Fræðingar í dag segja hormónið vera miðlara þeirra sem hafa svipuð einkenni, hormónið eflir þann eiginleika sem þarf til þess að mynda fjölskyldutengsl. Segja fræðingar einnig að stöðugar rannsóknir á hormóninu séu máttug áminning á hversu flókið það er og hversu mikil áhrif þess eru á hin líffræðilegu og sálrænu kerfi. 

Þetta einstaka hormón er til staðar hjá báðum kynjum og örvar því æxlunarferli mannsins með því að mynda traust og hrifningu. Það örvar þær stöðvar heilans sem sjá um vellíðan og umbun sem myndar grunninn að félagslegum tengslum, sérstaklega gagnvart þeim sem eru okkur nærri. 

Sum dýr eru einfarar, en það er maðurinn ekki. Félagsleg færni og samskipti eru okkur nauðsynleg til þess að lifa af. Sjáist það stundum hjá manneskjum sem þróa með sér depurð og þunglyndi í kjölfar félagslegrar einangrunnar, sem getur síðar leitt til fleiri sjúkdóma.

Taugalífeðlislegu gangverkin ástin og væntumþykjan eru hluti af dásamlegri hringrás. Einstaklingar verða ástfangnir og verða að pari, flest pör eru heppin og ná að eignast börn,  pörin ala síðan upp afkvæmi sín af ást og umhyggju, og síðan heldur barnið áfram með þá hringrás. 

Hér fyrir ofan má sjá mynd sem tekin er með röntgensneiðmyndatæki. Á myndinni má sjá Rebeccu Saxe sem sérhæfir sig í taugavísindum, þarna er hún að kyssa tveggja mánaða gamlan son sinn. 

Athafnir sem þessar koma af stað efnahvörfum í heilanum. Hormónið Oxitósín kemur þar inn, við það að til dæmis kyssa virkjum við hormónið og það stuðlar að ástartilfinningu og væntumþykju. Þegar við líkamlega tjáum ást okkar þá kveikjum við á umbunarkerfi heilans. Við leysum út Dópamín sem lætur okkur líða vel og einnig hormónið Vasopressin sem stuðlar að tengslum móður og barns og fólks í ástarsambandi. Auk þess leysir heilinn út taugaboðefnið Serótónín sem hjálpar til við að stýra skapi okkar og koma því í jafnvægi. 


Í heimi þar sem allt gerist svo hratt og við kvörtum yfir of fáum klukkutímum í sólarhringnum – gefum okkur tíma til þess að kyssa og knúsa börn okkar og hvort annað. Nýtum hvert tækifæri til þess að segja orðin : „Ég elska þig“ .