Hugleiðing dagsins er að þessu sinni í boði öldungsins Jóns Hjartarsonar, eins þekktasta verslunarmanns þjóðarinnar í áratugi, athafnamanns sem löngum var kenndur við Húsgagnahöllina.
Jón skrifar á fésbókina í tilefni þess að skýrt hefur verið frá því í fréttum, að hóllinn Topphóll í Hornafirði sé ekki skráður sem fornleifar í fornleifaskrám og því ekki friðaður. Þess vegna standi til að sprengja burt og ryðja þessum fallega hól til að rýma til fyrir nýjum vegi, en samkvæmt gamalli trú heimamanna á að vera álfakirkja í honum.
Jón skrifar:
„AÐ SLÍTA TENGSL VIÐ LANDIÐ SITT FYRIR EINA BEYGJU Á VEGI
Nú skal dýnamit og ýtutönnin sett á fallegan hól sem stendur stakur í landslagi og hefur verið prýði og kennileiti í landslaginu. Topphóll skal burt og álfakirkjan með honum, allt vegna þess að við eigum ekkert land í hjarta okkar lengur, bara tölvur og vélar og bein strik.“