Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fv. forsætisráðherra veltir fyrir sér deilum dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og félagsmálaráðherra Vinstri grænna um hvort eigi að byggja flóttamannabúðir fyrir fólk sem á ekki rétt á landvist eða láta sveitarfélögin um að annast fólkið.
„Fólk sem hefur jafnvel dvalist hér í 3 ár með húsnæði, uppihald, þjónustu og lögfræðiaðstoð á kostnað skattgreiðenda og ítrekaðar áfrýjanir þar til kerfið hefur sig loks í að segja að rétturinn hafi aldrei verið til staðar.
Enginn í ríkisstjórninni virðist áhugasamur um að hugleiða eðli vandans, hvað þá taka á honum. Tímanum er eytt í að deila um bestu aðferðirnar til að viðhalda stjórnleysinu.
Ætlar þessi ríkistjórn endalaust að forðast að taka á vandanum? Er enginn áhugi á að ná stjórn á þessu eins og ríkisstjórnir hinna Norðurlandanna hafa reynt að gera (þrátt fyrir að Ísland slái nú öll met í stjórnleysi málaflokksins)?
Þetta ástand felur ekki í sér mannúð. Stjórnleysið og getuleysið kemur í veg fyrir að við nýtum möguleika okkar á að hjálpa sem flestum þeirra sem eru í mestri neyð.
Er niðurstaðan bara sú að 6 og hálfur milljarður manna eigi að sjá sér hag í að nýta stjórnleysi ríkisstjórnar Íslands?“ spyr Sigmundur Davíð.