Afar­kosta­menn skjót­ast fram með yf­ir­lýs­ing­ar og hörfa svo í berg­máls­hell­inn

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

„Þótt þessa árs verði ekki minnst sem eins af meiri­hátt­ar átaka­ár­um stjórn­mála­sögu lands­ins hef­ur reynt á þolgæði og innri styrk stjórn­ar­inn­ar. Nefna má að gerð var til­raun til að fá samþykkt van­traust á ráðherra, þetta ár var ekki án vinnu­deilna og leiða þurfti til lykta ýmis viðfangs­efni sem flokk­arn­ir sem nú starfa sam­an hafa iðulega tek­ist á um. Í hvert ein­asta sinn voru mál leidd í jörð og stjórn­in stend­ur sterk­ari eft­ir hverja prófraun.“

Þetta skrifar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í grein sem birtist í áramótablaði Morgunblaðsins sem kom út í dag.

„Það er öll­um hollt að skoða hlut­ina frá ólík­um hliðum og ég fagna því þegar fólk er til­búið að setja fram mál­efna­lega gagn­rýni og krefjast rök­stuðnings vegna til­tek­inna álita­efna. Slík umræða er gagn­leg og til þess fall­in að hafa áhrif og bæta ákvörðun­ar­töku.

En til eru þeir sem vilja ein­fald­lega ala á sundr­ung og klofn­ingi inn­an þings sem utan. Þannig birt­ast okk­ur afar­kosta­menn, sem reglu­lega skjót­ast fram með yf­ir­lýs­ing­ar í há­stöf­um og hörfa svo aft­ur inn í berg­máls­hell­inn sinn, í stað þess að taka þátt í umræðum sem byggðar eru á staðreynd­um og gögn­um um efni máls,“ segir Bjarni.

Hér hafa orðið miklar framfarir

„Leiðarljós rík­is­stjórn­ar­inn­ar hef­ur verið að gefa ólík­um sjón­ar­miðum rými, leita sam­ráðs og gefa sjálf­um okk­ur tíma til að ræða mál til þraut­ar. Þannig höf­um við nálg­ast mál­efni vinnu­markaðar­ins og höf­um á síðastliðnum tólf mánuðum fundað reglu­lega í ráðherra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu með full­trú­um allra aðila, launþega, at­vinnu­rek­enda og sveit­ar­fé­lag­anna. Þar hef­ur verið gerð til­raun til að ræða það svig­rúm sem er til skipt­anna á vinnu­markaði og aðrar aðgerðir til lífs­kjara­bóta.

Ég furða mig stund­um á því hversu hóg­vær verka­lýðshreyf­ing­in og sam­tök líf­eyr­isþega eru, þegar kem­ur að því að meta ýms­ar þær um­bæt­ur gerðar hafa verið síðustu árin. Vel­ferðarnetið hef­ur verið styrkt svo um mun­ar, kaup­mátt­ur bóta al­manna­trygg­inga auk­ist veru­lega og þegar litið er til kjara­bóta þeirra sem lægst hafa laun­in hafa orðið stór­stíg­ar fram­far­ir, en svo dæmi sé tekið hækkuðu lág­marks­laun á þriggja ára tíma­bili um rúm 22% sam­kvæmt samn­ing­um milli VR og SA. Áhersl­an á að bæta kjör þeirra sem minnst hafa hef­ur verið rík und­an­far­in ár. Af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar má sjá þess­ar sömu áhersl­ur í ákvörðunum um hækk­un at­vinnu­leys­is­bóta og hærri barna­bót­um þannig að þær nýt­ist þeim tekju­lægstu best, en einnig má nefna verk­efni frá fyrri árum sem hafa verið sett af stað vegna stöðunn­ar á hús­næðismarkaði, til að hvetja til ný­bygg­inga, auðvelda fyrstu kaup m.a. með lækk­un stimp­il­gjalda að ógleymdu sér­eign­ar­sparnaðarúr­ræðinu, sem nú hef­ur verið gert var­an­legt, þar sem þegar hafa runnið rúm­lega 50 millj­arðar króna, skatt­frjálst, til að létta byrði íbúðar­eig­enda vegna hús­næðis­kostnaðar.

Með þessu er ekki sagt að verk­efn­inu sé lokið; ein­ung­is að hér hafa orðið fram­far­ir, staðan er betri en hún var og það er afrakst­ur sam­eig­in­legs átaks aðila vinnu­markaðar­ins, hags­muna­sam­taka, sveit­ar­fé­lag­anna, rík­is­stjórn­ar og Alþing­is,“ segir fjármálaráðherra.