Akureyri er „hin borgin“ á Íslandi

„Akureyri er héraðshöfuðborg á Norðurlandi. Það er orðið tímabært að við breytum skilgreiningu Akureyrar úr bæ í borg, því það er hún,“ segir dr. Magnús Árni Skjöld, varaþingmaður Samfylkingarinnar og fv. rektor Háskólans á Biðröst á Alþingi á dögunum.

Magnús Árni sendi frá sér bókina Borgríkið, Reykjavík sem framtíð þjóðar fyrir nokkrum árum og segir nú mikilvægt að efla sérstöðu borgarríkisins sem Reykjavík er (og á þá við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu), en jafnframt viðurkenna að Akureyri sé „hin borgin“ á Íslandi.

„Ef við skilgreinum hana sem slíka þá eflum við sérstöðu hennar og hlutverk sem mótvægi við búsetu á höfuðborgarsvæðinu, byggð í landinu öllu til heilla,“ segir hann.