Alvarlegt misferli sem gæti leitt til þess að borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar yrðu ógilt­ar

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og borgarstjóri er ritstjóri Morgunblaðsins.

Það eru ekki þekkt dæmi frá fyrri tíð um að borg­ar­stjór­inn hafi reynt að firra sig ábyrgð á borg­ar­rekstr­in­um eða stærstu mál­um borg­ar­inn­ar með því að kenna und­ir­sát­um sín­um um. Nú er það oft­ar en hitt að borg­ar­bú­ar fái að heyra og sjá und­an­hlaup af því tagi. 

Þetta segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins í Reykjavíkurbréfi helgarinnar, en hann var sem kunnugt er, borgarstjóri í Reykjavík um árabil áður en hann fór í landsmálin.

„Hvort sem mál­in snú­ast um brjálæðis­lega dýra bragga, strá eða pálma eða þjón­ustu sem lofað var án efnda. Borg­ar­stjór­inn kem­ur jafn­an af fjöll­um og kenn­ir óþekkt­um aðilum í borg­ar­rekstr­in­um um allt sem fór úr­skeiðis. Viðbrögðin við bragga­mál­inu liggja nú fyr­ir og þau virðast eiga að fel­ast í því að skipta um nöfn á nokkr­um ráðum! Er mönn­um al­vara? Þegar stóral­var­legt hneyksli kom upp sem snerti hol­ræ­sa­mál og útbíaðar fjör­ur þar sem leik­skóla­börn fóru um, þá lét borg­ar­stjór­inn einn und­ir­manna sinna gefa sér vott­orð um að þessi stór­mál væru ekki á ábyrgð hans að neinu leyti. 

Viðbrögðin við fyrr­greind­um mál­um og svo ótal­mörg­um þar á und­an draga upp þá mynd að engu er lík­ara en að borg­ar­stjór­inn sé að reyna að sanna að hann sjálf­ur sé óþarfi maður­inn í borg­ar­rekstr­in­um,“ segir hann ennfremur.

En Davíð segir að þótt öll þessi hneyksli séu bölvuð og skaðleg er það sein­asta sýnu al­var­leg­ast. 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri / mynd: Samfylkingin.

„Það þarf mikið til að Per­sónu­vernd skuli að eig­in frum­kvæði taka upp mál sem snýr að fram­göngu borg­ar­yf­ir­valda í aðdrag­anda kosn­inga. Þar er úr­slita­mál sem teng­ist trygg­ingu lýðræðis­ins á ferð. Mis­ferli þar er með því al­var­leg­asta sem upp kem­ur,“ segir Davíð og bætir við að sama sé hvar drepið sé niður af hálfu eft­ir­litsaðila með stjórn­sýslu Reykja­vík­ur­borg­ar, alls staðar er um lög­brot eða ann­ars kon­ar ámæl­is­verða hluti að ræða.

Þegar ligg­ur fyr­ir að borg­ar­stjór­inn og æðstu starfs­menn borg­ar­inn­ar hafa eytt eða látið eyða tölvu­póst­um sem tengj­ast fyrra hneykslis­máli og sæt­ir furðu að lög­regla hafi ekki verið kvödd til.

„Að mis­nota aðstöðu sína til að hafa áhrif á kjós­end­ur á loka­dög­um kosn­inga­bar­áttu sýn­ir að vald­höf­um í ráðhús­inu er ekk­ert heil­agt.“

Og Davíð bætir við:

„Þau af­skipti sem póli­tísk­ir for­ystu­menn höfðu með þess­um hætti af kosn­ing­um í Reykja­vík kveikja fjöl­mörg aðvör­un­ar­ljós. Við fyrstu sýn virðast þarna á ferðinni þætt­ir sem gætu leitt til þess að borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar yrðu ógilt­ar. Skoðanakann­an­ir hafa lengi sund­ur­greint hverj­ir séu lík­leg­ast­ir til að kjósa ein­staka flokka sé horft til kyns, ald­urs, upp­runa­lands og þar fram eft­ir göt­un­um. En að Reykja­vík­ur­borg skuli fara í mikið átak með til­heyr­andi út­gjöld­um til að tryggja um­fram aðra að til­ekn­ir hóp­ar kjósi að þessu sinni er grafal­var­legt eins og hver maður sér. Það mætti hugsa sér að borg­ar­stjórn­in öll ræddi um hvort hvetja bæri þá sem hafa kosn­inga­rétt í Reykja­vík til að nota hann. En jafn­vel það myndi orka tví­mæl­is þótt all­ir þeir sem kæmu að þeirri ávörðun væru ein­huga, því að þeir sem væru að hug­leiða eða und­ir­búa fram­boð kæmu hvergi að.

Ráðhús Reykjavíkur í sannkölluðum klakaböndum. Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Per­sónu­vernd ger­ir mjög al­var­leg­ar at­huga­semd­ir. Við blas­ir að um mjög al­var­lega mis­notk­un var að ræða og reynt var með öll­um ráðum að blekkja Per­sónu­vernd. Borg­ar­stjórn þarf að fara ræki­lega yfir málið og hverj­ir það voru sem tóku ákvörðun um þá mis­notk­un, vissu um hana eða komu að öðru leyti að und­ir­bún­ingi henn­ar. Í stór­máli eins og þessu þýðir ekki að hlaup­ast und­an allri ábyrgð. Það er ekki lík­legt að æðsta stjórn borg­ar­inn­ar geti komið ábyrgð á al­menna starfs­menn borg­ar­inn­ar. 

Þegar ligg­ur fyr­ir að borg­ar­stjór­inn og æðstu starfs­menn borg­ar­inn­ar hafa eytt eða látið eyða tölvu­póst­um sem tengj­ast fyrra hneykslis­máli og sæt­ir furðu að lög­regla hafi ekki verið kvödd til. Það eru til for­dæmi fyr­ir því hvernig má bregðast við al­vöru­mál­um af þessu tagi,“ segir Davíð Oddsson ennfremur í Reykjavíkurbréfi sínu.