Bakgrunnur: VG hafa lagt til þvinganir og slit á stjórnmálasambandi við Ísrael

Bakgrunnur: Viljinn rýndi á dögunum í stefnu Sjálfstæðisflokksins og afstöðu formannsins, Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra, til Ísraels og deilna þeirra fyrir botni Miðjarðarhafs. Nú er röðin komin að VG og afstöðu formannsins, forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur.

Á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sem var haldinn á Selfossi árið 2010, var Katrín Jak­obs­dótt­ir sjálf­kjör­inn formaður hreyf­ing­ar­inn­ar og Björn Valur Gíslason sigraði í varaformannsslagnum.

Landsfundurinn ályktaði að setja ætti viðskiptabann á ísraelskar vörur og að ríkisstjórnin ætti að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Fundurinn skoraði einnig á borgarfulltrúa Vinstri grænna að leggja að nýju fram tillögu um að Reykjavikurborg sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Palestínu varir.